Trúverðuleiki og sanngirni í sjávarútvegi Þórólfur Júlían Dagsson skrifar 12. október 2016 14:56 Ein fyrsta spurningin sem við fáum þegar við tölum um að leigja út veiðiheimildir, er hversu hátt það verð ætti að vera. Til að svara spurningunni er fróðlegt að bera saman kvótamarkaðsverð kvótahafa sem nú er starfræktur, við verðlagningu í gegnum veiðigjöld. Núverandi leiguverð á þorskkvóta er lægst 175 krónur á kílóið og hæst 230 krónur. 12% af úthlutuðu heildaraflamarki var leigt út á síðasta fiskveiði ári og skilaði 9 miljörðum króna til handhafa kvótans sem kjósa að leigja hann frá sér. Í núverandi kerfi borga útgerðarfélögin veiðigjald sem hefur breyst verulega frá ári til árs, allt frá því það var sett á. Það virðist handahófskennt hversu há þau eru ákvörðuð enda enginn rökstuðningur eða forsendur sem fylgja ákvörðun veiðigjalda. Fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 hljóðar veiðigjaldið upp á 9,50 kr. á hvert þorskígildis kíló. Þegar þetta gjald var í kringum 23,20 kr á hvert þorskígildis kíló þá barmaði útgerðin sér svo yfir íþyngjandi álögum að í látunum hélt þjóðin að sjárútvegrinn væri að fara á hausinn út af veiðigjöldum.Samkeppni á markaði eða fákeppni í skjóli einokunar Útgerðin leigir sem sé frá sér aflaheimildir á tíu sinnum hærra verði en hún telur að hún sé sjálf aflögufær um að greiða. Eru þeir sem leigja kvótann í dag betur stæðar útgerðir en almennt gerist? Hver er skýringin á þessum tvöföldu skilaboðum? Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar rætt er um að veiðiheimildir fari á uppboð. Hræðslan við breytingar og að veiðigjaldið hækki óhóflega. Hræðslan við samkeppni á jafnréttisgrundvelli, við nýtt fólk með nýjar hugmyndir, hræðslan við frjálsan markað. Besti sjávarútvegur í heimi er hræddur. Þessar breytingar þýða jú að þeir sem hafa áður starfað hjá útgerðinni eigi möguleika á sjálfstæðum rekstri, sjómenn geti loksins fengið það frelsi að sækja sjóinn á sínum forsendum, að einokunin í sjávarútvegi renni sitt skeið á enda. En svarið við upphaflegu spurningunni er alveg klárt: Ef útgerðin hefur ráð á að leigja til sín kvóta á markaði í dag, þá hefur hún ráð á að leigja hann á markaði á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ein fyrsta spurningin sem við fáum þegar við tölum um að leigja út veiðiheimildir, er hversu hátt það verð ætti að vera. Til að svara spurningunni er fróðlegt að bera saman kvótamarkaðsverð kvótahafa sem nú er starfræktur, við verðlagningu í gegnum veiðigjöld. Núverandi leiguverð á þorskkvóta er lægst 175 krónur á kílóið og hæst 230 krónur. 12% af úthlutuðu heildaraflamarki var leigt út á síðasta fiskveiði ári og skilaði 9 miljörðum króna til handhafa kvótans sem kjósa að leigja hann frá sér. Í núverandi kerfi borga útgerðarfélögin veiðigjald sem hefur breyst verulega frá ári til árs, allt frá því það var sett á. Það virðist handahófskennt hversu há þau eru ákvörðuð enda enginn rökstuðningur eða forsendur sem fylgja ákvörðun veiðigjalda. Fyrir fiskveiðiárið 2015-2016 hljóðar veiðigjaldið upp á 9,50 kr. á hvert þorskígildis kíló. Þegar þetta gjald var í kringum 23,20 kr á hvert þorskígildis kíló þá barmaði útgerðin sér svo yfir íþyngjandi álögum að í látunum hélt þjóðin að sjárútvegrinn væri að fara á hausinn út af veiðigjöldum.Samkeppni á markaði eða fákeppni í skjóli einokunar Útgerðin leigir sem sé frá sér aflaheimildir á tíu sinnum hærra verði en hún telur að hún sé sjálf aflögufær um að greiða. Eru þeir sem leigja kvótann í dag betur stæðar útgerðir en almennt gerist? Hver er skýringin á þessum tvöföldu skilaboðum? Þetta ætti fólk að hafa í huga þegar rætt er um að veiðiheimildir fari á uppboð. Hræðslan við breytingar og að veiðigjaldið hækki óhóflega. Hræðslan við samkeppni á jafnréttisgrundvelli, við nýtt fólk með nýjar hugmyndir, hræðslan við frjálsan markað. Besti sjávarútvegur í heimi er hræddur. Þessar breytingar þýða jú að þeir sem hafa áður starfað hjá útgerðinni eigi möguleika á sjálfstæðum rekstri, sjómenn geti loksins fengið það frelsi að sækja sjóinn á sínum forsendum, að einokunin í sjávarútvegi renni sitt skeið á enda. En svarið við upphaflegu spurningunni er alveg klárt: Ef útgerðin hefur ráð á að leigja til sín kvóta á markaði í dag, þá hefur hún ráð á að leigja hann á markaði á morgun.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar