Einfalt reiknisdæmi Helga Birna Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Árangur í mannréttindabaráttu fólks með fötlun á Íslandi má rekja næstum hálfa öld aftur í tímann og grundvallast á þrem megin atriðum í þessari röð: Hugmyndafræði, stefnumörkun og aðgerðum. Hugmyndafræði sem tók að ryðja sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og bar í sér kröfu um afnám aðskilnaðar og einangrunar á altækum stofnunum og rétt fólks með fötlun til að búa, starfa og leika sér með öðrum Íslendingum í sameiginlegu umhverfi. Lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 voru leiðbeinandi varðandi stefnumörkun og aðgerðir sem lögin kváðu á um. Lög frá 1979 og önnur sem komu í kjölfarið ásamt breytingum hafa aðallega kveðið á um þjónustu hins opinbera sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks í þjóðlífinu. Það virðist þó hingað til ekki hafa náð athygli stjórnmálamanna, hið augljósa, að daglegt líf fólks með fötlun kostar peninga eins og annarra þegna samfélagsins. Fólk með fötlun hér á landi hefur alla tíð verið fast í gildru fátæktar sem eykur áhrif fötlunar og dregur verulega úr möguleikum þess til samfélagsþátttöku. Óhætt er að fullyrða að ærlegar manneskjur telja fátækt vera böl óháð hvar hún knýr á og viðurkennt að fátt stuðlar frekar að einangrun og vanmætti.Velkjast í vafa um lágmarkslaun Árið 2016, á kosningahausti, velkjast stjórnmálamenn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lágmarkslaun til að framfleyta sér og sínum. Það er þó, ásamt öðrum, íslensku stjórnmálafólki að þakka að sá tími er liðinn er fólk með fötlun þótti ekki eiga sama erindi að kjörborðinu og aðrir kjósendur. Hvaða álit sem frambjóðendur í komandi kosningum hafa á manngildi allra þegna og jafnan rétt til mannsæmandi lífs ættu þeir að koma auga á þá hagnýtu staðreynd að atkvæði fólks með fötlun gætu gert gæfumuninn þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur í mannréttindabaráttu fólks með fötlun á Íslandi má rekja næstum hálfa öld aftur í tímann og grundvallast á þrem megin atriðum í þessari röð: Hugmyndafræði, stefnumörkun og aðgerðum. Hugmyndafræði sem tók að ryðja sér til rúms á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og bar í sér kröfu um afnám aðskilnaðar og einangrunar á altækum stofnunum og rétt fólks með fötlun til að búa, starfa og leika sér með öðrum Íslendingum í sameiginlegu umhverfi. Lög um aðstoð við þroskahefta frá 1979 voru leiðbeinandi varðandi stefnumörkun og aðgerðir sem lögin kváðu á um. Lög frá 1979 og önnur sem komu í kjölfarið ásamt breytingum hafa aðallega kveðið á um þjónustu hins opinbera sem miðar að þátttöku fatlaðs fólks í þjóðlífinu. Það virðist þó hingað til ekki hafa náð athygli stjórnmálamanna, hið augljósa, að daglegt líf fólks með fötlun kostar peninga eins og annarra þegna samfélagsins. Fólk með fötlun hér á landi hefur alla tíð verið fast í gildru fátæktar sem eykur áhrif fötlunar og dregur verulega úr möguleikum þess til samfélagsþátttöku. Óhætt er að fullyrða að ærlegar manneskjur telja fátækt vera böl óháð hvar hún knýr á og viðurkennt að fátt stuðlar frekar að einangrun og vanmætti.Velkjast í vafa um lágmarkslaun Árið 2016, á kosningahausti, velkjast stjórnmálamenn þó enn í vafa um hvort fatlað fólk þurfi lágmarkslaun til að framfleyta sér og sínum. Það er þó, ásamt öðrum, íslensku stjórnmálafólki að þakka að sá tími er liðinn er fólk með fötlun þótti ekki eiga sama erindi að kjörborðinu og aðrir kjósendur. Hvaða álit sem frambjóðendur í komandi kosningum hafa á manngildi allra þegna og jafnan rétt til mannsæmandi lífs ættu þeir að koma auga á þá hagnýtu staðreynd að atkvæði fólks með fötlun gætu gert gæfumuninn þegar atkvæðin verða talin upp úr kjörkössunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun