„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt" Þórdís Valsdóttir skrifar 12. október 2016 18:27 „Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
„Barnið mitt er ódýrara en barnið þitt," sagði móðir stúlku sem fæddist þann 14. október við móður drengsins sem fæddist rétt eftir miðnætti þann 15. október. Nánar tiltekið allt að 1,2 milljónum króna ódýrara - að mati ríkisstjórnarinnar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert í síðustu viku og miðast gildistaka reglugerðarinnar við börn sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur, 15. október. Ég fagna þessari breytingu en er skilin eftir með þá hugsun að barnið mitt, sem er tæplega tveggja mánaða, sé annars flokks. Fyrir mér er barnið mitt auðvitað fyrsta flokks en með þessum reglum fæ ég þau skilaboð frá stjórnvöldum að hún sé annars flokks vegna þess að vinkona mín, sem eignast barn í næstu viku, fær allt að 130 þúsund krónum hærri greiðslu á mánuði en ég. Ég skil að einhvers staðar þurfi að draga mörkin og þar er mikilvægt að við, foreldrarnir, drögum mörkin. Það er mikilvægt að mitt barn fái aldrei þau skilaboð að það sé annars flokks, jafnvel þó ég fái þau skilaboð. Að mínu mati ætti breyting sem þessi að taka gildi um áramót eins og venja ber til og hefur tíðkast. Ef ákvörðun er tekin um að hækkunin taki gildi frá annarri tiltekinni dagsetningu þá ætti hún að gilda fyrir alla þá sem eiga eftir að þiggja greiðslur frá sjóðnum frá gildistöku reglugerðarinnar. Árni Páll Árnason gerði breytinguna að umtalsefni á Alþingi í dag og ég vil vitna í hann. „Hvaða rugl er þetta?". Í dag braut Unnur Brá Konráðsdóttir í blað í sögu Alþingis þegar hún gaf barni sínu brjóst í ræðustóli og sendi þar með þeim mæðrum, sem heima sitja og reyna að halda öllu gangandi og vilja með engu móti missa af börnum sínum vegna vinnu og skyldna, mikilvæg og góð skilaboð. Ég vænti þess að þeir sem hafa fjárveitingarvald og hinn ágæti ráðherra Eygló Harðardóttir nái því í gegn að jafnrétti ríki um greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo að börn séu ekki dregin í dilka eins og nú er gert við sauðfé landsins. Ég finn til með þeim konum sem eru á steypinum með krosslagðar lappir að vonast til þess að barnið þeirra komi ekki í heiminn fyrr en eftir miðnætti á föstudag.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun