Fyrsta tap Stjörnunnar og báðir nýliðarnir á sigurbraut | Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 21:00 Carmen Tyson-Thomas var með þrennu. Vísir/Ósk Matthildur Arnarsdóttir Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira
Nýliðar Skallagríms og Njarðvíkur eru að byrja vel í Domino´s deild kvenna í körfubolta en bæði liðin fögnuðu sigri á heimavelli sínum í þriðju umferðinni í kvöld. Kvennalið Stjörnunnar tapaði aftur á móti sínum fyrsta leik á tímabilinu og hafa því öll liðin í deildinni tapað leik. Lið Skallagríms og Njarðvíkur hafa aftur á móti bæði unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í vetur en þau komu til baka í kvöld eftir tap í 2. umferðinni um síðustu helgi. Stjarnan var eina ósigraða liðið eftir tvær fyrstu umferðirnar en þær töpuðu fyrsta leiknum sínum í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. Njarðvík vann Stjörnuna með átta stigum, 86-78. Carmen Tyson-Thomas fór á kostum í liði Njarðvíkur eins og í sigrinum á Val en hún var með þrennu á móti Stjörnunni í kvöld þar sem hún skoraði 37 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Heiða Björg Valdimarsdóttir var næststigahæst hjá Njarðvík með 18 stig. Skallagrímur vann Snæfell í fyrsta heimaleiknum og fylgdi því eftir með sigri á Grindavík í kvöld, 80-72. Skallagrímur hefur því unnið heimasigra á tveimur af bestu liðum deildarinnar í fyrstu þremur umferðunum. Tavelyn Tillman var með 36 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Skallagrími í kvöld, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við 16 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum og Ragnheiður Benónísdóttir var með 11 stig og 10 fráköst.Öll úrslitin í Domino´s deild kvenna í kvöld:Skallagrímur-Grindavík 80-72 (18-17, 23-20, 20-18, 19-17)Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 11/10 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 8/4 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/4 fráköst.Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 21/4 fráköst, Ashley Grimes 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/9 fráköst, Ólöf Rún ladóttir 12, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Hrund Skúladóttir 2.Njarðvík-Stjarnan 86-78 (18-18, 21-16, 19-18, 28-26)Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 37/12 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Heiða Björg Valdimarsdóttir 18, María Jónsdóttir 10/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/7 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2/4 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 20/8 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 9/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 4, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3.Keflavík-Haukar 73-52 (22-14, 14-11, 21-18, 16-9)Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Dominique Hudson 15/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 6/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 2, Elsa Albertsdóttir 2.Haukar: Michelle Nicole Mitchell 21/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 13/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Dýrfinna Arnardóttir 5/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Sjá meira