Hæstiréttur fellir niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 16:04 Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar. Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag niður fjárdráttarmál gegn Hannesi Smárasyni fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group en Hannes var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Hæstiréttur fellir málið niður vegna mikilla tafa sem orðið hafa á því og verður ekki annað skilið af dómnum en tafirnar séu á ábyrgð ákæruvaldsins sem meðal annars skilaði of seint inn greinargerð til réttarins vegna málsins. Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”. Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. Í reifun dóms Hæstaréttar er það rakið hvers vegna málið er fellt niður en þar kemur fram að eftir afhendingu málsgagna hafi ákæruvaldið fengið frest til 24. ágúst 2016 til þess að skila greinargerð í málinu. Sá frestur var hins vegar framlengdur að ósk ákæruvaldsins tvisvar, annars vegar til 14. september sama ár og svo aftur til 21. september. Ekki var óskað eftir frekari fresti en greinargerð var þó ekki skilað fyrr en þann 26. september eða fimm dögum eftir að fresturinn rann út. Í kjölfarið krafðist Hannes þess að málið yrði fellt niður en til vara að því yrði vísað frá dómi. Hæstiréttur féllst á að fella málið niður vegna gífurlegra og óútskrýrðra tafa, eins og það er orðað, af hálfu ákæruvaldsins. „Rakið var að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu X. Að virtu ákvæði 1. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 um að hraða skuli meðferð máls eftir föngum, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, var talið að þessar gífurlegu og óútskýrðu tafir á málinu hefðu gefið enn ríkari ástæðu en endranær til þess að rekstur málsins færi ekki frekar úr skorðum hvað málshraða varðaði. Samkvæmt framansögðu og í ljósi þess að vanræksla ákæruvaldsins um skil á greinargerð hefði ekki verið réttlætt, var fallist á kröfu X um að málið yrði fellt niður fyrir Hæstarétti,“ segir í reifun Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39 Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15 Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Skortur á gögnum um millifærsluna sætir furðu að mati héraðsdóms Ákæruvaldið gerir ráð fyrir því að sýknudómi í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað. 18. febrúar 2015 10:39
Hannes Smárason sýknaður Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt. 18. febrúar 2015 09:15
Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group. 11. mars 2015 17:09