Viðskipti innlent

Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.
Fyrirtækið TVG-Zimsen mun sjá um alla flugfrakt á milli Danmerkur og Grænlands. Fyrirtækið mun vinna í nánu samstarfi við Royal Artic Line, sem er stærsta flutningafyrirtæki Grænlands og í eigu heimastjórnarinnar.

„Við göngum stoltir til frekara samstarfs við Royal Arctic Line. Við höfum átt í nánu samstarfi við Royal Arctic Line til margra ára sem snýr að öflugum flutningalausnum á Norður-Atlantshafi og þessi útvíkkun á samstarfinu er byggð á þeim traustu stoðum,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, í tilkynningu.

„Umsvif TVG-Zimsen munu aukast enn frekar í kjölfarið vegna þessa stóra og umfangsmikla verkefnis. Við teljum að þetta samstarf okkar við Royal Arctic Line muni hjálpa okkur að útvíkka  flutningalausnir okkar í Norður-Atlantshafi ásamt því að tryggja áframhaldandi sterkar og öflugar lausnir í flugfrakt á milli Danmerkur og Grænlands. Þá munum við í gegnum okkar alþjóðlega flutninganet leggja metnað okkar í að tryggja öflugar alþjóðlegar flutningalausnir fyrir grænlenska inn- og útflytjendur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×