Viðskipti innlent

Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.
Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.

Fyrirtækið TVG-Zimsen mun sjá um alla flugfrakt á milli Danmerkur og Grænlands. Fyrirtækið mun vinna í nánu samstarfi við Royal Artic Line, sem er stærsta flutningafyrirtæki Grænlands og í eigu heimastjórnarinnar.

„Við göngum stoltir til frekara samstarfs við Royal Arctic Line. Við höfum átt í nánu samstarfi við Royal Arctic Line til margra ára sem snýr að öflugum flutningalausnum á Norður-Atlantshafi og þessi útvíkkun á samstarfinu er byggð á þeim traustu stoðum,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, í tilkynningu.

„Umsvif TVG-Zimsen munu aukast enn frekar í kjölfarið vegna þessa stóra og umfangsmikla verkefnis. Við teljum að þetta samstarf okkar við Royal Arctic Line muni hjálpa okkur að útvíkka  flutningalausnir okkar í Norður-Atlantshafi ásamt því að tryggja áframhaldandi sterkar og öflugar lausnir í flugfrakt á milli Danmerkur og Grænlands. Þá munum við í gegnum okkar alþjóðlega flutninganet leggja metnað okkar í að tryggja öflugar alþjóðlegar flutningalausnir fyrir grænlenska inn- og útflytjendur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.