Hugleiðing á alþjóðadegi fátæktar Tryggvi Kr. Magnússon skrifar 17. október 2016 00:00 Hvað er fátækt er stundum spurt. Svörin við því eru gjarna misjöfn eftir því hver verður fyrir svörum og sýnir að viðmiðin eru mörg og misjöfn. Sumar þjóðir hafa sett viðmið og reiknað hvenær fátæktarmörkum er náð, það er gott og gilt. Því velti ég fyrir mér af hverju er ekki unnið með þetta og gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að útrýma fátækt t.d. hér á Íslandi þar sem vitað er að nóg er til skiptanna. Mér finnst mikil skekkja í nútíma- og upplýstu samfélagi að ráðamenn sjái ekki hve miklum mannauði er kastað á glæ með því að halda fólki í greipum fátæktar. Þetta segi ég vegna þess að vitað er að ef efnalegt öryggi er ekki tryggt vill andinn oft daprast og hinir ýmsu eiginleikar manneskjunnar fá ekki að njóta sín. Það er mjög mikilvægt að við öll sem búum erum manneskjur og eigum því, þótt aðstæður séu misjafnar, rétt til sómasamlegrar framfærslu sama hvaðan hún kemur. Ég er viss um að enginn velur sér fátækt eða þær aðstæður sem henni valda, hvort sem er um slys, veikindi eða hvað annað að ræða. Fátækt hefur oft lamandi áhrif á mannlega reisn og við viljum vonandi ekki bera á því ábyrgð sem samfélag. Manneskja sem lifir með reisn er líklegri til að geta lagt til samfélagsins ýmislegt er að gagni kann að koma heldur en sá sem er upptekinn af áhyggjum af eigin velferð. Setjum okkur þau markmið að við öll getum haft þær aðstæður að geta notað hæfileika okkar hvar sem þeir kunna að liggja. Þá verða líka allir betur aflögufærir bæði veraldlega og andlega. Ég er alveg handviss um að það að útrýma fátækt er hagkvæmt í alla staði og eykur velmegun allra. Við þurfum að byrja hér hjá okkur, gera átak, síðan getum við miðlað reynslu okkar til annarra þjóða. Hættum að sóa hæfileikum, virkjum alla til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er fátækt er stundum spurt. Svörin við því eru gjarna misjöfn eftir því hver verður fyrir svörum og sýnir að viðmiðin eru mörg og misjöfn. Sumar þjóðir hafa sett viðmið og reiknað hvenær fátæktarmörkum er náð, það er gott og gilt. Því velti ég fyrir mér af hverju er ekki unnið með þetta og gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að útrýma fátækt t.d. hér á Íslandi þar sem vitað er að nóg er til skiptanna. Mér finnst mikil skekkja í nútíma- og upplýstu samfélagi að ráðamenn sjái ekki hve miklum mannauði er kastað á glæ með því að halda fólki í greipum fátæktar. Þetta segi ég vegna þess að vitað er að ef efnalegt öryggi er ekki tryggt vill andinn oft daprast og hinir ýmsu eiginleikar manneskjunnar fá ekki að njóta sín. Það er mjög mikilvægt að við öll sem búum erum manneskjur og eigum því, þótt aðstæður séu misjafnar, rétt til sómasamlegrar framfærslu sama hvaðan hún kemur. Ég er viss um að enginn velur sér fátækt eða þær aðstæður sem henni valda, hvort sem er um slys, veikindi eða hvað annað að ræða. Fátækt hefur oft lamandi áhrif á mannlega reisn og við viljum vonandi ekki bera á því ábyrgð sem samfélag. Manneskja sem lifir með reisn er líklegri til að geta lagt til samfélagsins ýmislegt er að gagni kann að koma heldur en sá sem er upptekinn af áhyggjum af eigin velferð. Setjum okkur þau markmið að við öll getum haft þær aðstæður að geta notað hæfileika okkar hvar sem þeir kunna að liggja. Þá verða líka allir betur aflögufærir bæði veraldlega og andlega. Ég er alveg handviss um að það að útrýma fátækt er hagkvæmt í alla staði og eykur velmegun allra. Við þurfum að byrja hér hjá okkur, gera átak, síðan getum við miðlað reynslu okkar til annarra þjóða. Hættum að sóa hæfileikum, virkjum alla til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun