Framsæknar þjóðir fjárfesta í þekkingu Steinunn Gestsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun