Framsæknar þjóðir fjárfesta í þekkingu Steinunn Gestsdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekkingarsamfélaga. Háskólar leika sannarlega lykilhlutverk í þróun íslensks samfélags með margvíslegum hætti. Háskólamenntun leggur grunn að bættum lífsgæðum fólks, allt frá því að auka atvinnumöguleika þess og tekjur til þess að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu. Samfélag og atvinnulíf tekur hröðum breytingum, m.a. vegna örrar tækniþróunar sem kallar á sífellt meiri sérþekkingu og vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa að vaxa og þróast til að mæta þessum þörfum samfélagsins og stuðla að framsæknu atvinnulífi. Háskólarannsóknir hafa bæði samfélagslegt og hagrænt gildi. Menntun, rannsóknir og nýsköpun auðga líf okkar og stuðla að farsælla samfélagi. Ekki verður tekist á við flóknar og brýnar áskoranir samtímans, svo sem loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúkdóma, án aðkomu háskólanna. Þá er nýsköpun, sem er einn helsti vaxtarbroddur samfélaga, órjúfanlega samofin rannsóknum og starfi háskólanna. Fjárfesting í vísindum og tækni skilar sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.Tækifærin eru til staðar Framsæknar þjóðir gera sér vel grein fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni og háskólamenntunar. Fjárfesting í þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa verið leiðandi í fjárfestingu hins opinbera á sviði vísinda og tækni. Nýlega hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt stefna ríki Evrópusambandsins á að auka framlög til vísinda og tækni. Markmið þessara þjóða er einfalt: að treysta samkeppnishæfni sína til framtíðar. Þessar þjóðir keppa að því að vera leiðandi í framþróun sem byggist á þekkingu og tækni enda er ljóst að mestu möguleikar á bættum lífskjörum og auknum hagvexti byggjast á virkjun hugvits, þekkingar og tækni. Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar landsins sýnt eftirtektarverðan árangur í rannsóknum. Við eigum vísindamenn sem afla hundraða milljóna króna úr erlendum samkeppnissjóðum á hverju ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands um þriðjungi af rekstrartekjum skólans, en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu þekkingar í landinu er augljós. Að auki skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það ríkir hins vegar hörð samkeppni milli þjóða um færasta fólkið. Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki sett aukinn slagkraft í fjármögnun vísinda- og háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin í rétta átt er óralangt í land, bæði hvað varðar framlög til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í orði hafa verið sett fram metnaðarfull markmið, til dæmis í núgildandi stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráðherrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að finna í fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára. Með sama áframhaldi teflum við háskólamenntun og lífsgæðum komandi kynslóða í tvísýnu, drögum úr möguleikum vísindafólks okkar til að stunda framúrskarandi rannsóknir og hægjum á nýsköpun hér á landi. Með því að fjárfesta í háskólum, vísindum og nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir okkar fjárfestum við í framtíð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar