Nærsýni Yngvi Óttarsson skrifar 18. október 2016 07:00 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar