Nærsýni Yngvi Óttarsson skrifar 18. október 2016 07:00 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, skrifar grein í Fréttablaðið 6. október sl. og leggur út af nýlega birtu áliti Skipulagsstofnunar vegna aukins eldis með norskættaðan eldislax í opnum sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Í greininni fer bæjarstjórinn með rangt mál er hann segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar hafi verið „að neikvæð áhrif af sjóeldi séu óveruleg og að öllu afturkræf“.Hið rétta Hið rétta er að um hættu á erfðablöndun segir í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar: „Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að á hverju ári strýkur lax í miklu magni úr eldi og að eldisfiskur finnist allstaðar í ám á landsvæðum þar sem eldi í sjókvíum er starfrækt. […] Skipulagsstofnun telur að eftir því sem laxeldi dreifist víðar um firði Vestfjarða og heildarumfang framleiðslunnar vex sé líklegt að hætta aukist á að eldislaxar nái að hrygna í vestfirskum ám og hafi möguleika á að blanda erfðaefni við villtan lax. Stofnunin telur að ef blendingar ná fótfestu í viðkomandi laxastofni verði áhrifin varanleg og óafturkræf.“Allir villtir stofnar í hættu Rannsóknir hafa sýnt að eldislax sem sleppur ferðast allt að 2.000 km undan hafstraumum áður en hann leitar upp í ár til hrygningar (L. Hansen, 2006). Það samsvarar ferðalagi stroklaxa einn og hálfan hring umhverfis Ísland. Þar með eru allir villtir laxastofnar landsins í hættu vegna stroklaxa úr eldiskví hvar sem er við landið. Því er ljóst að framtíðarsýn bæjastjórans um að njóta náttúrunnar og veiða í fallegri á er tálsýn verði fiskeldi í opnun sjókvíum með norskættuðum eldislaxi stundað við Ísland. Eina leiðin til að villtu stofnarnir haldi velli í sátt við fiskeldi er ef það er stundað með sjálfbærum hætti á landi eða í lokuðum kerfum í sjó. Er til of mikils mælst að það sé gert þannig að af starfseminni verði ekki þau varanlegu og óafturkræfu áhrif á náttúru landsins sem Skipulagsstofnun talar um?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar