Tæklum vandann, ekki afleiðingarnar Starri Reynisson skrifar 18. október 2016 14:16 Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandinn sem við glímum við þessa dagana er margþættur en ef við ætlum að komast út úr honum eru þrjú megin vandamál sem við þurfum að leysa. Í fyrsta lagi er framboðsvandi. Hann leysum við ekki nema með því að byggja meira, bæði af séreigna- og leiguhúsnæði. Það er mikilvægt að fólk geti valið hvort það vill eiga eða leigja og til þess þurfum við bæði heilbrigðan séreignamarkað og heilbrigðan leigumarkað. Aukið framboð til að svara eftirspurn, sér í lagi á litlum og ódýrum íbúðum miðsvæðis í Reykjavík, lækkar húsnæðisverð heilt yfir. Það þarf að létta á byggingarreglugerðum en það er gífurlega mikilvægt að fara varlega í það og gefa engan afslátt í aðgengismálum. Í öðru lagi eru allt of háir vextir á Íslandi. Til þess að hægt sé að lækka vexti þarf stöðugleika. Góð hagstjórn og ábyrgð í ríkisfjármálum nægir til að halda vöxtunum í skefjum og tækifærið sem við höfum núna til uppstokkunar í bankakerfinu getur skilað lægri vöxtum ef við nýtum það vel, en á meðan við erum með óstöðugan og sveiflukenndan gjaldmiðil er ekki hægt að ná fram varanlegum stöðugleika. Það eitt að segja að við viljum henda krónunni og taka upp annan gjaldmiðil eykur stöðugleika svo um munar. Að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi svo koma vaxtastiginu hér heima í svipað horf og í nágrannalöndum okkar. Í þriðja lagi er léleg launaþróun ungs fólks borið saman við aðra samfélagshópa stór hluti vandans. Það er stærsta ástæða þess að húsnæðisvandinn bitnar sérstaklega illa á ungu fólki. Það kemur til með að taka langan tíma að rétta það af, góð byrjun væri að hið opinbera sendi skýr skilaboð um að það sé ekki í boði að skilja einn aldurshóp eftir þegar kemur að launaþróun. Húsnæðisvandinn er því miður þess eðlis að enginn stjórnmálamaður getur smellt fingrum og hviss-bamm-búmm allt komið í lag. Það er ekki til nein töfralausn. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að leyfa fólki að nota séreignasparnaðin sinn er að mörgu leiti ágæt. Það er alveg sjálfsagt að fólk fái að nota sinn pening eins og það vill, það leysir samt ekki vandann. Tillaga Samfylkingarinnar um fyrirframgreiðslu vaxtabóta leysir heldur ekki vandann. Fyrirframgreiðslan myndi duga fyrir afborgun í 20 milljón króna fasteign. Það eru u.þ.b. sjö slíkar til sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af eitt 20 fm herbergi. Þess fyrir utan eru talsverðar líkur á því að aðgerð af þessu tagi myndi fara beint út í verðlagið, hækka fasteignaverð þannig að þessar sjö fasteignir yrðu fljótlega of dýrar. Þetta yrði líka í mörgum tilvikum ekkert annað en gjöf á ókeypis peningum til sumra en ekki annara. Björt framtíð var á móti því þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gerðu það, við verðum líka á móti ef Samfylkinginn ætlar að gera það. Við þurfum markvissa aðgerðaáætlun til lengri tíma ef við ætlum að leysa húsnæðisvandann, ekki einhverjar skítareddingar málaðar upp sem töfralausnir til þess að veiða atkvæði. Við þurfum að ráðast að rótum vandans í stað þess að taka endalaust á afleiðingum hans. Hætta skítareddingum og byrja að tækla vandamál með lausnamiðaðri langtímahugsun.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun