Er fátækt aumingjaskapur? Ásta Dís Guðjónsdóttir skrifar 19. október 2016 07:00 Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar