Er fátækt aumingjaskapur? Ásta Dís Guðjónsdóttir skrifar 19. október 2016 07:00 Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðabaráttudegi gegn fátækt minnum við á að 6,7% eða 22.279 Íslendingar búa við skort á efnislegum gæðum og 2% eða 6.650 menn, konur og börn, venjulegt fólk eins og ég og þú, búa við verulegan skort.Fátækt Enginn velur sér að búa við fátækt, henni veldur samspil ólíkra þátta sem halda viðkomandi föstum í flóknum aðstæðum sem hann ræður ekki við að komast úr. Ástæður eru yfirleitt margar og samfléttaðar en þær geta verið veikindi, fötlun, illur aðbúnaður, skortur á menntun, erfiðar félagslegar aðstæður, skortur á stuðningsneti o.s.frv. Svo NEI, fátækt er ekki aumingjaskapur. Það þarf hörku, úthald, styrk og útsjónarsemi til að takast á við hvern einasta dag í erfiðum aðstæðum, einangraður á bak við skömmina sem fylgir fátækt í ríku samfélagi. Þeir sem búa við kröpp kjör reiða sig á starf hjálparsamtaka en slík samtök vinna mikið og óeigingjarnt starf og það ber að þakka. Hjálparsamtök veita stórum hópi fólks m.a. mataraðstoð, annaðhvort með beinum matargjöfum eða með matarkortum sem nýta má í verslunum.PEPP Ísland Samtökin EAPN eða European Anti Poverty Network voru stofnuð af hjálparsamtökum í Brussel árið 1990 til að berjast gegn fátækt innan Evrópu, þau starfa í dag í 32 löndum en hér á Íslandi hafa þau starfað síðan 2011. Innan samtakanna er grasrótarstarf sem kallast People experiencing Poverty eða PeP en við íslenskuðum það og köllum starfið Pepp og okkur Peppara enda valdefling stór hluti af starfi okkar. Fyrr á árinu stóðum við fyrir málþingi um notendasamráð sem tókst mjög vel en að þessu sinni blásum við til umræðna um mataraðstoð. Við bjóðum til morgunverðarfundar í samstarfi við Velferðarvaktina og með öllum helstu hjálparsamtökum landsins ásamt fólki úr fátækt á Grand Hóteli 21. október kl. 8:30 – 11:30 Almennur aðgangseyrir 1.000.- Frítt fyrir fólk í fátækt.Mataraðstoð Á fundinum koma saman þeir sem veita og þeir sem nota aðstoðina, gerð verður grein fyrir niðurstöðum lauslegrar könnunar á fyrirkomulagi mataraðstoðar og velt upp spurningunni hvort að mögulegt sé að veita frekari og fjölbreyttari þjónustu. Einnig verður flutt erindi um strauma og stefnur í mataraðstoð í Evrópu og skoðað hvort fólk telji finnast leið út úr mataraðstoð. Það er von okkar að allir sem málefninu tengjast mæti á fundinn til að ræða um mataraðstoð og hvert hún stefnir. Hægt er að skrá sig á morgunverðarfundinn um mataraðstoð á netfanginu postur hjá vel.is.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar