Fyrsta vara Genki Instruments í augsýn Ólafur Bogason skrifar 19. október 2016 09:00 Það eru spennandi tímamót hjá Genki Instruments. Í átján mánuði höfum við unnið að því að þróa nýstárleg stafræn hljóðfæri og nýjar útfærslur á hljóðfærum sem heimurinn hefur ekki séð áður. Undir lok náms þriggja okkar í BS-námi í rafmagnsverkfræði vorið 2015 leiddi sameiginlegur áhugi á tækni og tónlist okkur saman í vinnu við lokaverkefni í áfanga. Þar fengum við tækifæri til að hanna og þróa frumstæða frumgerð af hugarfóstri okkar. Það fylgir því einstök og ólýsanleg tilfinning að sjá tól sem þú hefur hannað sjálfur verða til og skila því sem lagt er upp með. Jafnvel þó langt sé í að hægt sé að skilgreina tólið sem „vöru“. Um það leyti sem við vorum að ljúka námi var auglýst eftir þátttakendum í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Við stóðumst ekki freistinguna að senda inn umsókn, jafnvel þó að í því hefði falist umtalsverð vinna í miðjum lokaprófum. Við erum þakklátir fyrir að umsókn okkar var samþykkt og stóð verkefnið yfir sumarið 2015. Við nýttum tímann vel og lögðum nótt við dag við að halda áfram vinnu við þróun hugmynda okkar, ásamt því að soga að okkur þá þekkingu og reynslu sem okkur bauðst í Startup Reykjavík hraðlinum. Fljótlega eftir að Startup Reykjavík hófst þá kynntumst við vöruhönnuðinum Jóni Hólmgeirssyni sem kom með reynslu og sjónarmið sem hjálpaði okkur við að sjá hugmyndir okkar í nýju og jafnvel enn meira spennandi samhengi. Þar takast fyrst tæknin og hönnunin á en renna svo saman í eina heild. Tækniþróun er tímafrek og krefjandi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spennandi. Sérstaklega þegar afrakstur þrotlausrar vinnu skilar sér. Opnar hugbúnaðarlausnir og þrívíddarprentarar gera vinnu við gerð frumgerða aðgengilegri og auðveldari en áður. Það hefur gert okkur kleift að gera tilraunir með útfærslur sem áður hefðu ekki verið framkvæmanlegar. Nú eru hafnar notendaprófanir á nýjustu frumgerðum fyrirtækisins. Við finnum fyrir áhuga þeirra sem þegar hafa prófað lausnirnar okkar og það er sannarlega mikilvæg hvatning. Fram undan eru spennandi tímar þegar í ljós kemur hvernig markaðurinn tekur í vörurnar okkar. Áhugasömum er bent á Facebook-síðu Genki Instruments. Þar má fylgjast með fréttum af fyrirtækinu og vöruþróun. Genki Instruments tók þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímamót hjá Genki Instruments. Í átján mánuði höfum við unnið að því að þróa nýstárleg stafræn hljóðfæri og nýjar útfærslur á hljóðfærum sem heimurinn hefur ekki séð áður. Undir lok náms þriggja okkar í BS-námi í rafmagnsverkfræði vorið 2015 leiddi sameiginlegur áhugi á tækni og tónlist okkur saman í vinnu við lokaverkefni í áfanga. Þar fengum við tækifæri til að hanna og þróa frumstæða frumgerð af hugarfóstri okkar. Það fylgir því einstök og ólýsanleg tilfinning að sjá tól sem þú hefur hannað sjálfur verða til og skila því sem lagt er upp með. Jafnvel þó langt sé í að hægt sé að skilgreina tólið sem „vöru“. Um það leyti sem við vorum að ljúka námi var auglýst eftir þátttakendum í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Við stóðumst ekki freistinguna að senda inn umsókn, jafnvel þó að í því hefði falist umtalsverð vinna í miðjum lokaprófum. Við erum þakklátir fyrir að umsókn okkar var samþykkt og stóð verkefnið yfir sumarið 2015. Við nýttum tímann vel og lögðum nótt við dag við að halda áfram vinnu við þróun hugmynda okkar, ásamt því að soga að okkur þá þekkingu og reynslu sem okkur bauðst í Startup Reykjavík hraðlinum. Fljótlega eftir að Startup Reykjavík hófst þá kynntumst við vöruhönnuðinum Jóni Hólmgeirssyni sem kom með reynslu og sjónarmið sem hjálpaði okkur við að sjá hugmyndir okkar í nýju og jafnvel enn meira spennandi samhengi. Þar takast fyrst tæknin og hönnunin á en renna svo saman í eina heild. Tækniþróun er tímafrek og krefjandi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spennandi. Sérstaklega þegar afrakstur þrotlausrar vinnu skilar sér. Opnar hugbúnaðarlausnir og þrívíddarprentarar gera vinnu við gerð frumgerða aðgengilegri og auðveldari en áður. Það hefur gert okkur kleift að gera tilraunir með útfærslur sem áður hefðu ekki verið framkvæmanlegar. Nú eru hafnar notendaprófanir á nýjustu frumgerðum fyrirtækisins. Við finnum fyrir áhuga þeirra sem þegar hafa prófað lausnirnar okkar og það er sannarlega mikilvæg hvatning. Fram undan eru spennandi tímar þegar í ljós kemur hvernig markaðurinn tekur í vörurnar okkar. Áhugasömum er bent á Facebook-síðu Genki Instruments. Þar má fylgjast með fréttum af fyrirtækinu og vöruþróun. Genki Instruments tók þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum 2015.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar