Fyrsta vara Genki Instruments í augsýn Ólafur Bogason skrifar 19. október 2016 09:00 Það eru spennandi tímamót hjá Genki Instruments. Í átján mánuði höfum við unnið að því að þróa nýstárleg stafræn hljóðfæri og nýjar útfærslur á hljóðfærum sem heimurinn hefur ekki séð áður. Undir lok náms þriggja okkar í BS-námi í rafmagnsverkfræði vorið 2015 leiddi sameiginlegur áhugi á tækni og tónlist okkur saman í vinnu við lokaverkefni í áfanga. Þar fengum við tækifæri til að hanna og þróa frumstæða frumgerð af hugarfóstri okkar. Það fylgir því einstök og ólýsanleg tilfinning að sjá tól sem þú hefur hannað sjálfur verða til og skila því sem lagt er upp með. Jafnvel þó langt sé í að hægt sé að skilgreina tólið sem „vöru“. Um það leyti sem við vorum að ljúka námi var auglýst eftir þátttakendum í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Við stóðumst ekki freistinguna að senda inn umsókn, jafnvel þó að í því hefði falist umtalsverð vinna í miðjum lokaprófum. Við erum þakklátir fyrir að umsókn okkar var samþykkt og stóð verkefnið yfir sumarið 2015. Við nýttum tímann vel og lögðum nótt við dag við að halda áfram vinnu við þróun hugmynda okkar, ásamt því að soga að okkur þá þekkingu og reynslu sem okkur bauðst í Startup Reykjavík hraðlinum. Fljótlega eftir að Startup Reykjavík hófst þá kynntumst við vöruhönnuðinum Jóni Hólmgeirssyni sem kom með reynslu og sjónarmið sem hjálpaði okkur við að sjá hugmyndir okkar í nýju og jafnvel enn meira spennandi samhengi. Þar takast fyrst tæknin og hönnunin á en renna svo saman í eina heild. Tækniþróun er tímafrek og krefjandi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spennandi. Sérstaklega þegar afrakstur þrotlausrar vinnu skilar sér. Opnar hugbúnaðarlausnir og þrívíddarprentarar gera vinnu við gerð frumgerða aðgengilegri og auðveldari en áður. Það hefur gert okkur kleift að gera tilraunir með útfærslur sem áður hefðu ekki verið framkvæmanlegar. Nú eru hafnar notendaprófanir á nýjustu frumgerðum fyrirtækisins. Við finnum fyrir áhuga þeirra sem þegar hafa prófað lausnirnar okkar og það er sannarlega mikilvæg hvatning. Fram undan eru spennandi tímar þegar í ljós kemur hvernig markaðurinn tekur í vörurnar okkar. Áhugasömum er bent á Facebook-síðu Genki Instruments. Þar má fylgjast með fréttum af fyrirtækinu og vöruþróun. Genki Instruments tók þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímamót hjá Genki Instruments. Í átján mánuði höfum við unnið að því að þróa nýstárleg stafræn hljóðfæri og nýjar útfærslur á hljóðfærum sem heimurinn hefur ekki séð áður. Undir lok náms þriggja okkar í BS-námi í rafmagnsverkfræði vorið 2015 leiddi sameiginlegur áhugi á tækni og tónlist okkur saman í vinnu við lokaverkefni í áfanga. Þar fengum við tækifæri til að hanna og þróa frumstæða frumgerð af hugarfóstri okkar. Það fylgir því einstök og ólýsanleg tilfinning að sjá tól sem þú hefur hannað sjálfur verða til og skila því sem lagt er upp með. Jafnvel þó langt sé í að hægt sé að skilgreina tólið sem „vöru“. Um það leyti sem við vorum að ljúka námi var auglýst eftir þátttakendum í viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík. Við stóðumst ekki freistinguna að senda inn umsókn, jafnvel þó að í því hefði falist umtalsverð vinna í miðjum lokaprófum. Við erum þakklátir fyrir að umsókn okkar var samþykkt og stóð verkefnið yfir sumarið 2015. Við nýttum tímann vel og lögðum nótt við dag við að halda áfram vinnu við þróun hugmynda okkar, ásamt því að soga að okkur þá þekkingu og reynslu sem okkur bauðst í Startup Reykjavík hraðlinum. Fljótlega eftir að Startup Reykjavík hófst þá kynntumst við vöruhönnuðinum Jóni Hólmgeirssyni sem kom með reynslu og sjónarmið sem hjálpaði okkur við að sjá hugmyndir okkar í nýju og jafnvel enn meira spennandi samhengi. Þar takast fyrst tæknin og hönnunin á en renna svo saman í eina heild. Tækniþróun er tímafrek og krefjandi glíma en með sama hætti geysilega skemmtileg og spennandi. Sérstaklega þegar afrakstur þrotlausrar vinnu skilar sér. Opnar hugbúnaðarlausnir og þrívíddarprentarar gera vinnu við gerð frumgerða aðgengilegri og auðveldari en áður. Það hefur gert okkur kleift að gera tilraunir með útfærslur sem áður hefðu ekki verið framkvæmanlegar. Nú eru hafnar notendaprófanir á nýjustu frumgerðum fyrirtækisins. Við finnum fyrir áhuga þeirra sem þegar hafa prófað lausnirnar okkar og það er sannarlega mikilvæg hvatning. Fram undan eru spennandi tímar þegar í ljós kemur hvernig markaðurinn tekur í vörurnar okkar. Áhugasömum er bent á Facebook-síðu Genki Instruments. Þar má fylgjast með fréttum af fyrirtækinu og vöruþróun. Genki Instruments tók þátt í Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum 2015.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar