EkkiMinnRáðherra Rakel Sölvadóttir skrifar 19. október 2016 09:00 Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar