EkkiMinnRáðherra Rakel Sölvadóttir skrifar 19. október 2016 09:00 Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar