EkkiMinnRáðherra Rakel Sölvadóttir skrifar 19. október 2016 09:00 Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tilkynnti menntamálaráðherra að afhenda ætti öllum börnum í 6.-7. bekk forritanlegar örtölvur að gjöf. Frábært verkefni að fyrirmynd frá Bretlandi sem unnin var í samvinnu við BBC. Að verkefninu hér á landi standa menntamálaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Menntamálastofnun og Krakka RÚV. Frábært verkefni ef haldið er rétt á spöðunum. Krakkar fá tæki í hendur og RÚV setur upp verkefnasíðu og skemmtilegt efni til stuðnings. En hvað gleymdist? Voru skólar og kennarar undirbúnir? Nei. Samt áttu skólarnir að sækja um græjurnar fyrir nemendur. Samt eru hafnir forritunarleikar tengdir græjunni. Mér finnst enn og aftur verið að gera lítið úr starfi kennara og þeirri skipulagningu og undirbúningi sem felst í kennslu. Eiga kennarar alltaf að hlaupa upp til handa og fóta án fyrirvara þegar ráðherra þarf að fá jákvæða athygli út á við? Eiga kennarar að lengja vinnudaginn til að styðja við verkefnið án þess að fá greitt fyrir það? Ef kennarar gera það ekki fá þeir skammir frá foreldrum fyrir að vera ekki að nýta þetta frábæra tæki í kennslu STRAX. Ég þarf ekkert að skafa utan af því að Illugi er ekki og hefur ekki verið minn ráðherra. Honum hefur tekist að hrinda af stað verkefnum sem virðast frekar snúa að eigin hagsmunum og með það að leiðarljósi að reyna að fegra hann út á við heldur en að gæta hagsmuna barnanna okkar og styðja við skólakerfið. Hver man ekki eftir „fræga“ lestrarátakinu sem var hent út með laginu hans Bubba með nýjum texta og myndbandi í stíl! Ráðherra blés sig síðan út með heimsóknum um landið til að kynna átakið sem átti aldeilis að bjarga lestri barnanna okkar. Eins og svo oft áður þá gleymdi ráðherra að ráðfæra sig við skóla og kennara og hafa meðfylgjandi fjármuni og markvissa áætlun, efni og þjálfun til að fylgja eftir. Í það minnsta að hafa tengingu við nýja aðalnámskrá. En þess virðist greinilega ekki þurfa þegar fókusinn er að slá ryki í augun á almúganum, þykjast vera að vinna vinnuna sína og allt þetta á kostnað kennara. Hver fær jú skammirnar þegar börnin hafa ekki bætt sig í lestri? Kennararnir og skólarnir. Er ekki kominn tími til að kennarar og nemendur séu metnir meira en athygli eins ráðherra?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar