Heilbrigðir og hamingjusamir heldri borgarar Elín Kristinsdóttir skrifar 19. október 2016 10:45 Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar