Heilbrigðir og hamingjusamir heldri borgarar Elín Kristinsdóttir skrifar 19. október 2016 10:45 Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar