Heilbrigðir og hamingjusamir heldri borgarar Elín Kristinsdóttir skrifar 19. október 2016 10:45 Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar