Heilbrigðir og hamingjusamir heldri borgarar Elín Kristinsdóttir skrifar 19. október 2016 10:45 Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigði og hamingja er efst á óskalistum flestra. Við óskum þess fyrir börnin okkar, fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Við vonumst líka til að ná þeim aldri að geta, að afloknu lífsins starfi og oft á tímum striti, notið þess að setjast í helgan stein. Orðið heldri borgarar. En það er aldeilis ekki svo einfalt. Eftir að hafa unnið alla starfsævina, jafnvel rúm fimmtíu ár í fullu starfi ef við höfum verið svo heppin að hafa haft bæði heilsu og atvinnu, borgað í lífeyrissjóð og skilað sköttum og skyldum til þjóðfélagsins þá ættum við að vera vel sett. Við fáum eftirlaun frá TR. Þau eru ekki há en það er mikilvægt fyrir okkur að muna að þetta eru ekki bætur, ekki ölmusa, heldur greiðslur frá þjóðfélaginu okkar sem við höfum unnið okkur inn fyrir. Greiðslur úr kerfi sem er ætlað að tryggja hag okkar allra og stuðla að jöfnuði. Þetta er ekki á hreinu hjá öllum en við megum ekki láta það trufla okkur því við viljum, og eigum að geta, borið höfuðið hátt. Að auki við launin frá TR fáum við eftirlaun úr lífeyrissjóðnum okkar. Við erum á nokkuð grænni grein þar sem við höfðum tök á því að greiða í lífeyrissjóðinn alla tíð, safna þannig réttindum og tryggja efri árin. En nú ber svo við að fyrst við fáum greiðslur úr lífeyrissjóðnum okkar þá lækka greiðslurnar frá TR á móti. Það væri auðvitað hið besta mál ef eftirlaunin frá lífeyrissjóðnum nægðu til framfærslu. En nei, úr lífeyrissjóðnum okkar fáum við 190 þúsund og samanlagt fáum við 230.000 kr. útborgað, eftir að hafa fullnýtt persónuafsláttinn okkar og borgað launatengd gjöld. Við förum ekki langt á því. Þar sem við erum svo heppin að vera sæmileg heilsu þá ákveðum við að drýgja tekjurnar með aukavinnu. Í aukavinnunni okkar fáum við 100.000 kr. í heildarlaun. Þar sem við höfðum þegar nýtt persónuafsláttinn okkar í eftirlaunin þá greiðum við fullan skatt. Við erum nú bara þokkalega ánægð með það að skila enn tekjum í þjóðarbúið því það er nú svolítið ágætt að vera enn fullgildur þjóðfélagsþegn og standa sína plikt. Við greiðum því 38 þúsund kallinn til skattsins með glöðu geði. Að auki greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn okkar og félagsgjöld. Já eins og allir aðrir. Það munar um þessar aukatekjur þó svo að launin séu ekki há, eða 1.600 kr. á tímann (fyrir þá sem eru ekki í þessum raunveruleika þá er þetta algengur taxti fyrir almenna vinnu). En við reynum þá bara að safna fleiri vinnustundum. Hingað til þá höfum við mátt hafa heildartekjur upp á rúman hundraðþúsundkall á mánuði án þess að eftirlaunin okkar skerðist. En með nýja frumvarpinu (sem lagt var fram vegna „stöðugleika, uppgangs og batnandi efnahags og því er aldeilis kominn tími á að gera vel við eldri borgarana okkar“ og samþykkt á Alþingi þann 13. október sl.) átti að afnema þessi frítekjumörk. Það ætti því varla að koma að sök þar sem í nýja frumvarpinu felst hækkun á eftirlaununum (því nú á að gera svo vel við fólk). Reyndar var svo ákveðið að halda inni 25.000 kr. frítekjumarki (því gæðin eru sérlega mikil um þessar mundir). Í okkar tilfelli skilar þessi hækkun okkur því að við förum upp í 260.000 kr. í heildarútborgun. Við þurfum því að halda áfram að drýgja tekjurnar. Eftir breytinguna höldum við að sjálfsögðu áfram að borga skattinn okkar (og erum reyndar ekki alveg eins ánægð með það lengur) og útsvarið greiðum við til sveitarfélagsins eftir sem áður. Einnig greiðum við áfram í lífeyrissjóðinn góða (því við þurfum nú að halda áfram að leggja til efri áranna, og svo er það víst lögbundið líka) og félagsgjöldin okkar. En að auki skerðast greiðslurnar okkar frá TR nú um 45.000 kr! Þegar upp er staðið fáum við því um 10.000 kr. í vasann af 100.000 kr. heildarlaununum. Hvað finnst ykkur? Eigum við að halda þessu áfram? Mér finnst frekar mikið á sig lagt bara til að geta greitt áfram skatt og borið höfuðið hátt. Ekki bætist mikið í vasann. Og þó, það getur nú munað um þessa tíu þúsundkalla þegar hart er í ári... þó stór hluti af þeim fari reyndar í kostnað við að koma sér til og frá vinnu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun