Vönduð stefnumótun grunnforsenda markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir skrifar 20. október 2016 07:00 Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar