Sniðganga heimsmeistaramótið í skák vegna kröfu um að klæðast hijab nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. október 2016 16:30 Heimsmeistaramót í íþróttum kvenna hafa aldrei verið haldin áður í Íran. mynd/getty Nazi Paikidze-Barnes, Bandaríkjameistari kvenna í skák, hefur ákveðið að sniðganga heimsmeistaramótið í skák sem haldið verður í höfuðborg Írans, Tehran, í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að mótshaldarar krefjast þess að kvenkyns þátttakendur klæðist höfuðslæðu að múslimskum sið, hijab, meðan á keppni stendur en konur í Íran þurfa að hylja hár sitt lögum samkvæmt. Paikidze-Barnes er ekki eina skákkonan sem hefur boðað forföll á mótið vegna þessa en nokkrar af bestu skákkonum heims hafa ákveðið að fylgja fordæmi hennar.„Trúarleg og kynferðisleg mismunun“Nazi Paikidze-Barnes sagði í samtali við fréttastofu CNN að hún myndi standa föst á sínu, og myndi ekki taka þátt nema mótið yrði haldið annars staðar. „Íran hefur haldið skákmót áður og konum hefur alltaf verið gert að klæðast hijab. Þetta er bæði trúarleg og kynferðisleg mismunun,“ fullyrti Paikidze-Barnes. Önnur skákkona, Carla Heredia, hefur jafnframt hvatt hina 64 kvenkeppendur sem taka þátt í mótinu til þess að sniðganga það. Hún bindur þó vonir við það að Íranir láti undan þrýstingnum og veiti konum leyfi til þess að tefla slæðulausum.Íranskar skákkonur fordæma sniðgöngunaMitra Hejazipour, íranskur stórmeistari í skák kvenna, lýsti því yfir í samtali við The Guardian að sniðgangan fæli í sér vanmat á því mikla átaki sem verið hefur að undanförnu í að vekja athygli á íþróttaiðkun kvenna í Íran. „Þessi viðburður verður stærsta íþróttamót sem íranskar konur hafa upplifað, við höfum aldrei verið í aðstöðu til þess að halda heimsmeistaramót kvenna í íþróttum áður. Það er ekki réttmætt að hvetja til sniðgöngu, þetta mót er mikilvægt fyrir konur í Íran. Þetta er tækifæri til þess að sýna styrk okkar,“ sagði Hejazipour. Aðrar íþróttakonur hafa tekið í sama streng, til að mynda hin íransk-breska Ghoncheh Ghavami, sem sat í fangelsi í fimm ár í Íran fyrir að hafa mótmælt því að íranskar konur fengju ekki að vera viðstaddar á íþróttaleikvöngum til þess að fylgjast með íþróttaleikjum karla.Skjáskot af Nazi Paikidze-Barnes tefla við Katerinu Nemcovu.Lög um hijab hafa breyst í gegnum tíðinaKonum í Íran er skylt að hylja hár sitt með slæðu á almannafæri. Þessi lög hafa þó ekki alltaf staðið óhögguð. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar var lögunum breytt á þann veg að hijab og aðrar höfuðslæður voru gerðar ólöglegar og ótal dæmi eru um það að lögreglan hafi þvingað konur til þess að fjarlægja af sér slæðurnar. Ástæðan fyrir því að lögunum var breytt á sínum tíma var sú að þáverandi þjóðarleiðtogi Írans, Reza Shah, var hlynntur vestrænum gildum og taldi að slæðunotkun íranskra kvenna væri hlægileg í augum vesturlandabúa. Íranskar konur tóku ekki vel í breytinguna og þótti mörgum þeirra óþægilegt að þurfa skyndilega að sýna hár sitt á almannafæri. Lagabreytingin varð til þess að hópur íranskra kvenna kaus að fara ekki út fyrir hússins dyr til þess að komast hjá niðurlægingunni. Árið 1941 var lögunum breytt og höfuðslæður gerðar valkvæðar Árið 1984, í kjölfar írönsku byltingarinnar, varð önnur lagabreyting sem gerði það ólöglegt fyrir konur að vera án höfuðslæðu á almannafæri.Réttindabarátta íranskra kvenna má ekki við sniðgönguHópar Írana, sem vilja lagabreytingu sem geri höfuðslæðurnar valfrjálsar, eru háværir. Ghoncheh Ghavami sagði í samtali við The Guardian að milljónir Írana teldu að konur ættu að fá að velja sjálfar hvort þær kjósa að ganga með hijab og stór hópur fólks berst fyrir því að konur fái að stunda íþróttir í ríkari mæli. Ghavami sagði að áform vestrænna skákkvenna um að sniðganga heimsmeistaramótið væri skaðlegt konum í Íran og taldi ekki réttmætt að nota reglur um hijab sem tæki til þess að beita þrýstingi á landið og einangra það. „Íranskar konur eflast með hverjum deginum og þær eru að ýta til hliðar lagalegri og pólítískri mismunun. Þeir sem hafa áhyggjur af mannréttindum í Íran þurfa að gera sér grein fyrir þessu átaki og sjá hvers þær eru megnugar,“ sagði Ghavami. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Nazi Paikidze-Barnes, Bandaríkjameistari kvenna í skák, hefur ákveðið að sniðganga heimsmeistaramótið í skák sem haldið verður í höfuðborg Írans, Tehran, í febrúar á næsta ári. Ástæðan er sú að mótshaldarar krefjast þess að kvenkyns þátttakendur klæðist höfuðslæðu að múslimskum sið, hijab, meðan á keppni stendur en konur í Íran þurfa að hylja hár sitt lögum samkvæmt. Paikidze-Barnes er ekki eina skákkonan sem hefur boðað forföll á mótið vegna þessa en nokkrar af bestu skákkonum heims hafa ákveðið að fylgja fordæmi hennar.„Trúarleg og kynferðisleg mismunun“Nazi Paikidze-Barnes sagði í samtali við fréttastofu CNN að hún myndi standa föst á sínu, og myndi ekki taka þátt nema mótið yrði haldið annars staðar. „Íran hefur haldið skákmót áður og konum hefur alltaf verið gert að klæðast hijab. Þetta er bæði trúarleg og kynferðisleg mismunun,“ fullyrti Paikidze-Barnes. Önnur skákkona, Carla Heredia, hefur jafnframt hvatt hina 64 kvenkeppendur sem taka þátt í mótinu til þess að sniðganga það. Hún bindur þó vonir við það að Íranir láti undan þrýstingnum og veiti konum leyfi til þess að tefla slæðulausum.Íranskar skákkonur fordæma sniðgöngunaMitra Hejazipour, íranskur stórmeistari í skák kvenna, lýsti því yfir í samtali við The Guardian að sniðgangan fæli í sér vanmat á því mikla átaki sem verið hefur að undanförnu í að vekja athygli á íþróttaiðkun kvenna í Íran. „Þessi viðburður verður stærsta íþróttamót sem íranskar konur hafa upplifað, við höfum aldrei verið í aðstöðu til þess að halda heimsmeistaramót kvenna í íþróttum áður. Það er ekki réttmætt að hvetja til sniðgöngu, þetta mót er mikilvægt fyrir konur í Íran. Þetta er tækifæri til þess að sýna styrk okkar,“ sagði Hejazipour. Aðrar íþróttakonur hafa tekið í sama streng, til að mynda hin íransk-breska Ghoncheh Ghavami, sem sat í fangelsi í fimm ár í Íran fyrir að hafa mótmælt því að íranskar konur fengju ekki að vera viðstaddar á íþróttaleikvöngum til þess að fylgjast með íþróttaleikjum karla.Skjáskot af Nazi Paikidze-Barnes tefla við Katerinu Nemcovu.Lög um hijab hafa breyst í gegnum tíðinaKonum í Íran er skylt að hylja hár sitt með slæðu á almannafæri. Þessi lög hafa þó ekki alltaf staðið óhögguð. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar var lögunum breytt á þann veg að hijab og aðrar höfuðslæður voru gerðar ólöglegar og ótal dæmi eru um það að lögreglan hafi þvingað konur til þess að fjarlægja af sér slæðurnar. Ástæðan fyrir því að lögunum var breytt á sínum tíma var sú að þáverandi þjóðarleiðtogi Írans, Reza Shah, var hlynntur vestrænum gildum og taldi að slæðunotkun íranskra kvenna væri hlægileg í augum vesturlandabúa. Íranskar konur tóku ekki vel í breytinguna og þótti mörgum þeirra óþægilegt að þurfa skyndilega að sýna hár sitt á almannafæri. Lagabreytingin varð til þess að hópur íranskra kvenna kaus að fara ekki út fyrir hússins dyr til þess að komast hjá niðurlægingunni. Árið 1941 var lögunum breytt og höfuðslæður gerðar valkvæðar Árið 1984, í kjölfar írönsku byltingarinnar, varð önnur lagabreyting sem gerði það ólöglegt fyrir konur að vera án höfuðslæðu á almannafæri.Réttindabarátta íranskra kvenna má ekki við sniðgönguHópar Írana, sem vilja lagabreytingu sem geri höfuðslæðurnar valfrjálsar, eru háværir. Ghoncheh Ghavami sagði í samtali við The Guardian að milljónir Írana teldu að konur ættu að fá að velja sjálfar hvort þær kjósa að ganga með hijab og stór hópur fólks berst fyrir því að konur fái að stunda íþróttir í ríkari mæli. Ghavami sagði að áform vestrænna skákkvenna um að sniðganga heimsmeistaramótið væri skaðlegt konum í Íran og taldi ekki réttmætt að nota reglur um hijab sem tæki til þess að beita þrýstingi á landið og einangra það. „Íranskar konur eflast með hverjum deginum og þær eru að ýta til hliðar lagalegri og pólítískri mismunun. Þeir sem hafa áhyggjur af mannréttindum í Íran þurfa að gera sér grein fyrir þessu átaki og sjá hvers þær eru megnugar,“ sagði Ghavami.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira