Grípum tækifæri framtíðarinnar Illugi Gunnarsson skrifar 3. október 2016 00:00 Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun