Verð ég einn á kennarastofunni? Hjörvar Gunnarsson skrifar 4. október 2016 09:00 Ég er í kennaranámi við Háskóla Íslands. Þar er ég í ógurlega flottum og frambærilegum hópi fólks sem stefnir að því að vitka draugfúlan æskulýð framtíðarinnar. Hópurinn sem nú er kominn af stað í háskólanáminu erum orðin góðir vinir og hver dagur er eins og ævintýraferð, svo gaman er hjá okkur. Reyndar lendir það yfirleitt á herðum sama fólksins að segja brandarana, við erum nefnilega ekkert rosalega mörg. Til að viðhalda kennarastétinni í skólum landsins þarf að útskrifa um þrjúhundruð kennara ár hvert, í haust innrituðust um sjötíu nemendur í námið. Reikna má með að af þeim hópi muni einhverjir hellast úr lestinni á fimm ára leið þeirra að leyfisbréfinu og enn frekar má reikna með að einhverjir þeirra sem útskrifist muni aldrei starfa við kennslu. Stór hluti þeirra sem nú starfa við kennslu í grunnskólum landsins eru komnir af léttasta skeiði og sjá nú um prjónastundir og krossgátublöð í hyllingum. Semsagt, á næstu árum munu afar margir kennarar láta af störfum vegna aldurs. Því þarf að grípa til aðgerða. Ef fram heldur sem horfir verða ekki margir kennarar eftir, jafnvel aðeins ég einn. Það er ekki einveran sem hræðir mig mest við þá stöðu, þvert á móti. Ég get vel haft ofan af fyrir mér og jafnvel hlegið af mínum eigin bröndurum. Hins vegar hræðist ég að alls konar fólk, héðan og þaðan úr samfélaginu verði fengið til að fylla upp í lausar stöður kennara. Ég veit það vel að fólk er ágætt, upp til hópa, en almenningur hefur enga sérfræðiþekkingu á kennslu. Við hvern á ég að ræða mismunandi kennsluaðferðir ef þær sem ég kem til með að nota ganga ekki upp? Þar sem fólk keppist við að spyrja fulltrúa stjórnmálaflokkana ýmissa spurninga þessa dagana langar mig að freista þess að ná eyrum þeirra. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fjölga fólki í kennaranámi og þannig tryggt að ég verði ekki einn á kennarastofunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er í kennaranámi við Háskóla Íslands. Þar er ég í ógurlega flottum og frambærilegum hópi fólks sem stefnir að því að vitka draugfúlan æskulýð framtíðarinnar. Hópurinn sem nú er kominn af stað í háskólanáminu erum orðin góðir vinir og hver dagur er eins og ævintýraferð, svo gaman er hjá okkur. Reyndar lendir það yfirleitt á herðum sama fólksins að segja brandarana, við erum nefnilega ekkert rosalega mörg. Til að viðhalda kennarastétinni í skólum landsins þarf að útskrifa um þrjúhundruð kennara ár hvert, í haust innrituðust um sjötíu nemendur í námið. Reikna má með að af þeim hópi muni einhverjir hellast úr lestinni á fimm ára leið þeirra að leyfisbréfinu og enn frekar má reikna með að einhverjir þeirra sem útskrifist muni aldrei starfa við kennslu. Stór hluti þeirra sem nú starfa við kennslu í grunnskólum landsins eru komnir af léttasta skeiði og sjá nú um prjónastundir og krossgátublöð í hyllingum. Semsagt, á næstu árum munu afar margir kennarar láta af störfum vegna aldurs. Því þarf að grípa til aðgerða. Ef fram heldur sem horfir verða ekki margir kennarar eftir, jafnvel aðeins ég einn. Það er ekki einveran sem hræðir mig mest við þá stöðu, þvert á móti. Ég get vel haft ofan af fyrir mér og jafnvel hlegið af mínum eigin bröndurum. Hins vegar hræðist ég að alls konar fólk, héðan og þaðan úr samfélaginu verði fengið til að fylla upp í lausar stöður kennara. Ég veit það vel að fólk er ágætt, upp til hópa, en almenningur hefur enga sérfræðiþekkingu á kennslu. Við hvern á ég að ræða mismunandi kennsluaðferðir ef þær sem ég kem til með að nota ganga ekki upp? Þar sem fólk keppist við að spyrja fulltrúa stjórnmálaflokkana ýmissa spurninga þessa dagana langar mig að freista þess að ná eyrum þeirra. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fjölga fólki í kennaranámi og þannig tryggt að ég verði ekki einn á kennarastofunni?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar