Stjórnarskrá í heljargreipum Kristinn Már Ársælsson skrifar 4. október 2016 07:00 Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 var ákveðið að gera minniháttar breytingar á stjórnarskránni og skrifa nýja eftir stofnun lýðveldisins. Rúmum 70 árum síðar hefur ekki enn tekist að ljúka við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Fyrir 67 árum voru margir orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri stjórnarskrá: „Svo virðist sem þrautaráðið til þess að fá [stjórnarskrármálið] afgreitt sé, að sérstakt stjórnlagaþing, eingöngu til þess kjörið, vinni þetta verk,“ sagði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, í mars árið 1949. Þá var ekki áhugi fyrir stjórnlagaþingi á Alþingi. Flutningsmaður tillögunnar um stjórnlagaþing, Páll Zóphóníasson, sagði í ræðu: „Mér hefur skilizt, að fjöldinn allur af þingmönnum kæri sig ekki um að fela þetta neinum öðrum og vilji sjálfir ráða breytingum á stjórnarskrá.“ Í marga áratugi reyndu þingmenn að koma málinu á dagskrá. Árið 1967 sagði Karl Kristjánsson það ekki „sæmandi, að íslenzka lýðveldið gefist upp við að ganga frá stjórnarskrá sinni heildarlega“. Árið 1983 lögðu Guðmundur Einarsson og Kristín Kvaran fram tillögu um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Af því tilefni sögðu þau: „Í rúmlega 40 ár hafa nefndir á vegum Alþingis unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar í þeim tilgangi að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Svo virðist sem þingmenn telji sig þar í hlutverki konungs sem á sínum tíma færði þjóðinni frelsisskjal sem rómað er í ljóðum. Í þessari afstöðu þingmanna og flokksforingja felst gróf lítilsvirðing á hugmyndum upplýsts fólks um uppruna valds og hlutverk þjóðkjörinna þinga í nútímanum. Það er augljóslega ekki hlutverk Alþingis að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það er þjóðin sjálf sem á að setja sér stjórnarskrá. Með henni ákveður hún hvers konar stjórnarfar hún vill og hvaða grundvallarreglur eigi að gilda í samfélaginu.“ Á tíunda áratugnum lagði Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fram á ný tillögu um stjórnlagaþing. Fyrir nær 20 árum sögðu þær að „áratugum saman hefur heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar vafist fyrir mönnum […] og hagsmunir einstakra þingmanna og flokka hafa því meira ráðið ferðinni en að hagsmunir þjóðarheildarinnar séu í fyrirrúmi“. Það var svo í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 að stjórnarskrármálið komst aftur á dagskrá. Haldinn var 1.000 manna þjóðfundur þar sem kjósendur voru valdir af handahófi og í kjölfarið almennir borgarar kjörnir til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaráði tókst, á alltof skömmum tíma, í samstarfi við almenning, að skrifa nýja stjórnarskrá. Sú stjórnarskrá naut stuðnings í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta þóttu merk tíðindi um allan heim. Nær allar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar af fámennum hópi útvaldra bak við luktar dyr. Á Íslandi hafði almenningi tekist að skrifa sína eigin stjórnarskrá. Loksins virtist vera búið að höggva á hnútinn í stjórnarskrármálinu. En þá endurtók sagan sig og málið dagaði uppi á Alþingi. Næsta ríkisstjórn skipaði enn eina stjórnarskrárnefndina skipaða fulltrúum stjórnmálaflokkanna og enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá. Saga stjórnarskrárinnar kennir okkur að stór og mikilvæg mál geta flækst í valdabaráttu stjórnmálaflokkanna. Við blasir áhrifaleysi almennings gagnvart valdinu og hversu veikt lýðræðið er í raun og veru. Í það minnsta ættum við að ákveða til frambúðar að stjórnarskrárgerðin skuli vera í höndum almennings án aðkomu þeirra sem fara með völdin hverju sinni. En það er líka löngu orðið tímabært að dýpka lýðræðið þannig að almenningur hafi meira að segja en eitt X á blaði á fjögurra ára fresti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun