Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra! Þórður Á. Hjaltested og Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur kennara hefur verið haldinn hátíðlegur um árabil. Þann dag vekja Alþjóðasamtök kennara og milljónir kennara um allan heim athygli á kennarastarfinu og gera kröfur um umbætur í menntamálum. Yfirskrift dagsins í ár er metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra. Það er réttur allra að hafa greiðan aðgang að góðri og fjölbreyttri menntun, óháð þörfum, efnahag og uppruna. Til að þetta sé hægt þurfum við góða kennara í öllum skólum og á öllum skólastigum. Góður kennari er mikill áhrifavaldur í lífi og menntun barna og ungmenna. Kennarinn er margt í senn, fræðari, leiðsögumaður, leiðtogi, vinur og félagi. Hann þarf að sinna mörgum mismunandi hlutverkum, vera úrræðagóður og sveigjanlegur svo að kennslan og skólastarfið sé lifandi og merkingarbært og geri gagn til framtíðar fyrir börn og ungmenni og samfélagið. Kennarar þurfa stöðugt að fylgjast með og þróa sig í starfi. Þeir þurfa að aðlaga sig að síbreytilegum kröfum úr öllum áttum, frá nemendum, foreldrum og samfélaginu. Til að þetta megi verða þarf kennarastarfið að njóta virðingar í samfélaginu og það viðurkennt sem eitt af lykilstörfum. Án góðrar menntunar á samfélagið sér ekki bjarta framtíð. Það hefur skaðleg áhrif að tala menntun og menntakerfið niður. Samfélagið þarf að bera virðingu fyrir menntun, sýna henni áhuga og styðja á alla lund. Mannauðurinn er lykill að farsæld í flóknu nútímalífi og verður sífellt mikilvægari þegar til framtíðar er litið. Án góðra kennara tekst okkur ekki að vera í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Kennarar á Íslandi hafa lengi þurft að fara í hörð átök með reglulegu millibili til að laga launastöðuna miðað við kjör hópa á opinberum vinnumarkaði með sambærilega menntun. Og við blasir brýn þörf fyrir stóraukna nýliðun í kennslu. Samfélagið þarf að sýna í verki að það meti kennarastarfið að verðleikum með því að styrkja stöðu kennara og búa vel að stéttinni til að sinna mikilvægu starfi, með hvetjandi og skapandi starfsumhverfi og samkeppnishæfum launum. Það þurfa allir að standa saman um þetta verkefni, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar, almenningur og stjórnvöld. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér margfalt. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér aukinni nýliðun í kennslu og þar með öflugra menntakerfi og menntun. Að standa með kennurum og meta þá að verðleikum skilar sér ekki síst í betra samfélagi fyrir börn og ungmenni þar sem jafnræði og lýðræði er haft að leiðarljósi. Kæru kennarar – til hamingju með kennaradaginn!
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun