"Framleitt á Íslandi“ – Skiptir það máli? Páll Kr. Pálsson skrifar 5. október 2016 00:00 Já, það skiptir máli; miklu máli. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að þjóðarframleiðsla dregst saman um tæplega 0,5% fyrir hvert prósent sem framleiðsla færist úr landi. Það sama á við ef innlend framleiðsla leysir innflutning af hólmi, þá eykst þjóðarframleiðslan um tæplega 0,5% fyrir hvert prósent sem innlend framleiðsla leysir innflutning af hólmi. Þess vegna skiptir innlend framleiðsla miklu máli fyrir hagkerfið. En hver er ástæðan fyrir þessu? Þegar framleiðsla færist úr landi fer það sem greitt er fyrir framleiðsluna til útlanda og störf tapast. Sá hluti sem áður fór til að greiða laun og innlend aðföng til framleiðslunnar færist úr landi og í stað þess að þetta fjármagn skapi margfeldisáhrif í hagkerfinu, með ráðstöfun til launa, aðfangakaupa, í skatta, kaup á þjónustu og fleira tapast þessar tekjur í hagkerfinu. Ástæða fyrrnefndra margfeldisáhrifa er að með því að velja íslenskt er greitt fyrir íslenska framleiðsluþætti í stað erlendra. Þessar greiðslur valda því síðan að þeir sem fá tekjur af innlendri framleiðslu verja þeim til framfærslu og skattgreiðslna. Þessi umsvif valda því svo að enn aðrir fá tekur af þeirra útgjöldum, með öðrum orðum þá aukast öll umsvif í hagkerfinu við innlenda framleiðslu sem og tekjur ríkissjóðs, langt umfram það sem á sér stað ef vara eða þjónusta er flutt inn. Þannig velta tekjurnar af innlendri framleiðslu áfram í hagkerfinu þangað til að hver milljón króna sem varið er í kaup á innlendri framleiðslu í stað innfluttrar, hefur aukið þjóðarframleiðsluna um hálfa milljón króna. Vissulega gera ýmsar takmarkanir, einkum landfræðilegar, það að verkum að ekki er hægt að framleiða nema hluta innflutnings hér á landi þannig að um samkeppnishæfa vöru eða þjónustu sé að ræða. Samkvæmt rannsóknum eru um 22% innfluttra vara í dag í beinni eða óbeinni samkeppni við innlenda framleiðslu og mætti því framleiða hér á landi.Ástandið hefur versnað Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa áhuga á íslenskum iðnaði. Gott dæmi um þetta eru upprunamerkingar á innfluttar ullar og skinnavörur sem verið hafa í umræðunni undanfarin misseri. Stærsti hluti þessara vara er í dag fluttur inn, einkum frá Asíu, án upprunamerkinga og reynt með merkingum að láta svo líta út sem varan sé íslensk. Þrátt fyrir fögur loforð iðnaðarráherra hefur ekkert gerst og með fánalögunum sem samþykkt voru á Alþingi í vor hefur ástandið bara versnað fyrir innlenda framleiðslu á þessu sviði. Megináhersla núverandi ríkisstjórnar í atvinnumálum virðist vera að gæta sérhagsmuna landbúnaðarkerfis sem vinnur gegn hagsmunum neytenda og bænda, tryggja eigendum sjávarútvegsfyrirtækja langstærsta hlutann af arðinum af auðlindinni og tryggja erlendum fyrirtækjum sem setja hér upp framleiðslu alls kyns sérákvæði varðandi skatta og annað á meðan íslenskur iðnaður er hornreka. Íslenskur iðnaður býr við einhver verstu samkeppnisskilyrði í Vestur-Evrópu. Fjármagnskostnaður, tryggingagjald og ýmsar aðrar opinberar álögur eru með því hæsta sem þar þekkist. Á meðan svo er nýtast tækifærin ekki sem skyldi. Nýsköpun og framleiðniaukandi aðgerðir í hefðbundnum iðnaði eiga vegna þessa undir högg að sækja. Vissulega hafa stjórnvöld gert ýmislegt til að örva stofnun og starfsemi sprotafyrirtækja, en staðreyndin er sú að það er þjóðhagslega margfalt hagkvæmara að ná árangri við nýsköpun í starfandi fyrirtækjum en með stofnun nýrra. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur virðast fastir í sérhagsmunagæslu landbúnaðar, sjávarútvegs og erlendra iðnfyrirtækja sem hér setja upp starfsemi. Við þurfum nýja sýn þar sem skilningur á gildi innlends iðnaðar fær notið sín og þar sem ekki er litið á hann sem hornreka þátt í hagkerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Já, það skiptir máli; miklu máli. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að þjóðarframleiðsla dregst saman um tæplega 0,5% fyrir hvert prósent sem framleiðsla færist úr landi. Það sama á við ef innlend framleiðsla leysir innflutning af hólmi, þá eykst þjóðarframleiðslan um tæplega 0,5% fyrir hvert prósent sem innlend framleiðsla leysir innflutning af hólmi. Þess vegna skiptir innlend framleiðsla miklu máli fyrir hagkerfið. En hver er ástæðan fyrir þessu? Þegar framleiðsla færist úr landi fer það sem greitt er fyrir framleiðsluna til útlanda og störf tapast. Sá hluti sem áður fór til að greiða laun og innlend aðföng til framleiðslunnar færist úr landi og í stað þess að þetta fjármagn skapi margfeldisáhrif í hagkerfinu, með ráðstöfun til launa, aðfangakaupa, í skatta, kaup á þjónustu og fleira tapast þessar tekjur í hagkerfinu. Ástæða fyrrnefndra margfeldisáhrifa er að með því að velja íslenskt er greitt fyrir íslenska framleiðsluþætti í stað erlendra. Þessar greiðslur valda því síðan að þeir sem fá tekjur af innlendri framleiðslu verja þeim til framfærslu og skattgreiðslna. Þessi umsvif valda því svo að enn aðrir fá tekur af þeirra útgjöldum, með öðrum orðum þá aukast öll umsvif í hagkerfinu við innlenda framleiðslu sem og tekjur ríkissjóðs, langt umfram það sem á sér stað ef vara eða þjónusta er flutt inn. Þannig velta tekjurnar af innlendri framleiðslu áfram í hagkerfinu þangað til að hver milljón króna sem varið er í kaup á innlendri framleiðslu í stað innfluttrar, hefur aukið þjóðarframleiðsluna um hálfa milljón króna. Vissulega gera ýmsar takmarkanir, einkum landfræðilegar, það að verkum að ekki er hægt að framleiða nema hluta innflutnings hér á landi þannig að um samkeppnishæfa vöru eða þjónustu sé að ræða. Samkvæmt rannsóknum eru um 22% innfluttra vara í dag í beinni eða óbeinni samkeppni við innlenda framleiðslu og mætti því framleiða hér á landi.Ástandið hefur versnað Núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa áhuga á íslenskum iðnaði. Gott dæmi um þetta eru upprunamerkingar á innfluttar ullar og skinnavörur sem verið hafa í umræðunni undanfarin misseri. Stærsti hluti þessara vara er í dag fluttur inn, einkum frá Asíu, án upprunamerkinga og reynt með merkingum að láta svo líta út sem varan sé íslensk. Þrátt fyrir fögur loforð iðnaðarráherra hefur ekkert gerst og með fánalögunum sem samþykkt voru á Alþingi í vor hefur ástandið bara versnað fyrir innlenda framleiðslu á þessu sviði. Megináhersla núverandi ríkisstjórnar í atvinnumálum virðist vera að gæta sérhagsmuna landbúnaðarkerfis sem vinnur gegn hagsmunum neytenda og bænda, tryggja eigendum sjávarútvegsfyrirtækja langstærsta hlutann af arðinum af auðlindinni og tryggja erlendum fyrirtækjum sem setja hér upp framleiðslu alls kyns sérákvæði varðandi skatta og annað á meðan íslenskur iðnaður er hornreka. Íslenskur iðnaður býr við einhver verstu samkeppnisskilyrði í Vestur-Evrópu. Fjármagnskostnaður, tryggingagjald og ýmsar aðrar opinberar álögur eru með því hæsta sem þar þekkist. Á meðan svo er nýtast tækifærin ekki sem skyldi. Nýsköpun og framleiðniaukandi aðgerðir í hefðbundnum iðnaði eiga vegna þessa undir högg að sækja. Vissulega hafa stjórnvöld gert ýmislegt til að örva stofnun og starfsemi sprotafyrirtækja, en staðreyndin er sú að það er þjóðhagslega margfalt hagkvæmara að ná árangri við nýsköpun í starfandi fyrirtækjum en með stofnun nýrra. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur virðast fastir í sérhagsmunagæslu landbúnaðar, sjávarútvegs og erlendra iðnfyrirtækja sem hér setja upp starfsemi. Við þurfum nýja sýn þar sem skilningur á gildi innlends iðnaðar fær notið sín og þar sem ekki er litið á hann sem hornreka þátt í hagkerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun