Fjárfest í betri framtíð Oddur Sturluson skrifar 5. október 2016 10:00 Orkukerfi sem byggja á samþættingu og nýtingu umhverfisvænna orkugjafa hafa fengið aukinn byr í seglin á síðastliðnum árum. Í fyrra var sett met í hnattrænum fjárfestingum í nýtingu á endurnýjanlegri og hreinni orku – tæplega 30 billjónir íslenskra króna sem samsvarar rúmlega fimmtánfaldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Heildarfjárfestingar hafa því fjórfaldast síðan 2004. Það vekur sérstaka athygli að nýiðnvædd ríki juku fjárfestingar í umhverfisvænum orkugjöfum um 19%, þrátt fyrir verðfall á hráolíu og kolum sem ætti að hafa verndað samkeppnisstöðu jarðefnaeldsneytis. Jafnvel Kína, sem hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu árum vegna mengunar, jók sínar fjárfestingar um 17%. Sögulegur árangur náðist á COP 21 ráðstefnunni í París í desember síðastliðnum, bæði í vitundarvakningu þjóða og alþjóðlegu samstarfi með aukinni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa, samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og orkuöryggi. Draumurinn um sjálfbæran, hnattrænan efnahag sem keyrist áfram á grænni orku hefur aldrei verið raunsærri. Slík bylting gerist þó ekki af sjálfu sér og byggist á óþrjótandi vinnu ráðamanna, vísindamanna og frumkvöðla. Startup Energy Reykjavik er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Arion banka, GEORG og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Um framkvæmd verkefnisins sjá Icelandic Startups og Íslenski jarðvarmaklasinn. Markmið verkefnisins er að efla og styðja við íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem starfa í orkutengdum greinum. Startup Energy Reykjavik er viðskiptahraðall (e. business-accelerator) þar sem sjö sprotafyrirtæki fá aðgang að ríflega 60 sérfræðingum í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða þaulreynda einstaklinga sem veita þátttakendum ráð og endurgjöf og opna jafnvel á tengslanet sitt í þeim tilgangi að koma viðskiptahugmynd þeirra eins langt og mögulegt er á þeim tíu vikum sem verkefnið stendur yfir. Auk þess fá teymin aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu þar sem þau fá tækifæri til að vinna með og læra af öðrum frumkvöðlum. Bakhjarlar verkefnisins; Landsvirkjun, Arion banki, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjárfesta jafnframt fimm milljónir króna í hverju fyrirtæki gegn 10% eignarhlut. Verkefninu, sem nú stendur yfir í þriðja sinn, lýkur með kynningum fyrirtækjanna tíu á verkefnum sínum fyrir fjárfestum þann 18. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Orkukerfi sem byggja á samþættingu og nýtingu umhverfisvænna orkugjafa hafa fengið aukinn byr í seglin á síðastliðnum árum. Í fyrra var sett met í hnattrænum fjárfestingum í nýtingu á endurnýjanlegri og hreinni orku – tæplega 30 billjónir íslenskra króna sem samsvarar rúmlega fimmtánfaldri vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Heildarfjárfestingar hafa því fjórfaldast síðan 2004. Það vekur sérstaka athygli að nýiðnvædd ríki juku fjárfestingar í umhverfisvænum orkugjöfum um 19%, þrátt fyrir verðfall á hráolíu og kolum sem ætti að hafa verndað samkeppnisstöðu jarðefnaeldsneytis. Jafnvel Kína, sem hefur fengið mikla gagnrýni á síðustu árum vegna mengunar, jók sínar fjárfestingar um 17%. Sögulegur árangur náðist á COP 21 ráðstefnunni í París í desember síðastliðnum, bæði í vitundarvakningu þjóða og alþjóðlegu samstarfi með aukinni áherslu á endurnýjanlega orkugjafa, samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og orkuöryggi. Draumurinn um sjálfbæran, hnattrænan efnahag sem keyrist áfram á grænni orku hefur aldrei verið raunsærri. Slík bylting gerist þó ekki af sjálfu sér og byggist á óþrjótandi vinnu ráðamanna, vísindamanna og frumkvöðla. Startup Energy Reykjavik er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Arion banka, GEORG og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Um framkvæmd verkefnisins sjá Icelandic Startups og Íslenski jarðvarmaklasinn. Markmið verkefnisins er að efla og styðja við íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem starfa í orkutengdum greinum. Startup Energy Reykjavik er viðskiptahraðall (e. business-accelerator) þar sem sjö sprotafyrirtæki fá aðgang að ríflega 60 sérfræðingum í íslensku atvinnulífi. Um er að ræða þaulreynda einstaklinga sem veita þátttakendum ráð og endurgjöf og opna jafnvel á tengslanet sitt í þeim tilgangi að koma viðskiptahugmynd þeirra eins langt og mögulegt er á þeim tíu vikum sem verkefnið stendur yfir. Auk þess fá teymin aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu þar sem þau fá tækifæri til að vinna með og læra af öðrum frumkvöðlum. Bakhjarlar verkefnisins; Landsvirkjun, Arion banki, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjárfesta jafnframt fimm milljónir króna í hverju fyrirtæki gegn 10% eignarhlut. Verkefninu, sem nú stendur yfir í þriðja sinn, lýkur með kynningum fyrirtækjanna tíu á verkefnum sínum fyrir fjárfestum þann 18. nóvember næstkomandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun