Púkinn á fjósbitanum - Reynslusaga af OCD Árný Jóhannesdóttir skrifar 9. október 2016 11:00 Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun