Púkinn á fjósbitanum - Reynslusaga af OCD Árný Jóhannesdóttir skrifar 9. október 2016 11:00 Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun