Púkinn á fjósbitanum - Reynslusaga af OCD Árný Jóhannesdóttir skrifar 9. október 2016 11:00 Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ég á vin. Vin sem er alltaf til staðar fyrir mig. Vin sem talar oftar en ekki fyrir mína hönd, svo oft að ég þekki raddirnar okkar ekki lengur í sundur. Hann minnir mig á að gera hluti, hversu oft ég á að gera þá og hvers vegna. Hann fræðir mig og sýnir mér hve hættulegur og erfiður heimurinn getur verið. Til að byrja með hjálpaði hann mér í skóla, hjálpaði mér að vera skipulögð. Hann var líka duglegur að fá mig til að taka til í herberginu, þvo á mér hendurnar, slökkva ljósin, stíga ekki á línurnar á gangstéttinni. En þessi vinur er í raun alls ekki vinur minn, hann er skugginn sem fylgir mér og segir mér að telja hvert einasta skref, snerta hluti ákveðið oft, þvo mér um hendurnar þar til mér er illt. Hann minnir mig á að ég sé ekki fullkomin, segir að ég sé feit, ljót, heimsk og ætti helst ekki að vera til, leiðréttir mál mitt, hlær að mér og sýnir mér allra ógeðslegustu hluti sem ég gæti hugsað mér en dulbýr það sem hugsanir, hugsanir sem ég tel sjálfa mig vera að hugsa. Ég tel mig mynda þessar hugsanir, hvers konar manneskja er ég? Gæti ég stolið úr búð, gæti ég drepið mann, ef ég fer út, gæti mér verið nauðgað? Ég reyni að hrista þessar hugsanir af mér, þetta gæti ekki gerst, mun ekki gerast, eða hvað? En þessi vinur sem er alls ekki vinur minn hættir ekki að tala, hugurinn fyllist af endalausum hugsunum sem ég sé mér ekki fært að losna við. Ég kvíði fyrir því að fara að sofa því þá er ekkert sem getur dempað raddirnar í höfðinu á mér, raddir sem eru í raun hugsanir mínar. Ég ligg í angist meðan vinurinn sem er ekki vinur minn hlær og heldur áfram að þylja upp það sem ég hræðist mest og þegar ég loks sofna dreymir mig oft það sem vinur minn talar um. Ég get ekki einbeitt mér í skólanum, hugsanirnar eru svo miklar en það eru líka svo margir hlutir sem ég þarf að gera, telja skrefin, 9x9x9x9, byrja á vinstri fæti, alls ekki stíga á línur, öll skref jafnlöng í sama takt. Ef ég kem við eitthvað með einum fingri verða allir fingurnir að snerta hlutinn líka og þá 9 sinnum, annars gerist eitthvað hræðilegt. Var slökkt á hellunni, slökkti ég ljósin í húsinu, gæti ég verið að eyða öllu rafmagninu á heimilinu og sett foreldra mína á hausinn með því? Peningarnir sem ég held á núna eru svo óhreinir, ég kasta þeim frá mér, fer inn á bað, þvæ á mér hendurnar sem ná ekki að hreinsast, eru nú orðnar rauðar og þurrar en vinurinn segir að ég sé ekki hrein. Þessi vinur minn sem er í raun alls enginn vinur er eins og púkinn á fjósbitanum, hann fitnar og styrkist þegar honum tekst að láta mér líða illa, hugsanirnar verða verri og erfiðari að leiða hjá sér en ef mér tekst að berjast gegn honum, annað hvort með því að leiða hugsanirnar hjá mér eða að hlýða ekki, þá grennist hann, verður magur og veikburða. Þessi púki er í mínu tilviki sjúkdómur sem ég hef þurft að glíma við síðan ég var lítil, sjúkdómur sem skilgreinir mig ekki sem manneskju en er þó mjög stór hluti af mér og mínu lífi. Sjúkdómurinn kallast Obsessive Compulsive Disorder eða OCD og veldur miklum þráhyggjuhugsunum og áráttuhegðun. Í mínu tilviki hefur sjúkdómurinn valdið því að ég hef einnig orðið þunglynd og átt í miklum vandamálum með heilbrigðar matarvenjur. Þessum sjúkdómi fylgir fyrst og fremst mikill kvíði, kvíði sem verður smám saman lamandi. Með því að skrifa um reynslu mína vil ég reyna að hjálpa þeim sem eru í sömu sporum, leitaðu þér hjálpar og stattu með sjálfum þér, ekki hlusta á púkann á fjósbitanum, leyfðu honum að finna fyrir því. Vertu sterk/ur!Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun