Virðing er fyrsta hjálp Kristinn Heiðar Fjölnisson skrifar 8. október 2016 07:00 Þann 10. október er haldið upp á Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn um allan heim og er þetta í 21. sinn sem haldið er upp á daginn hér á Íslandi. Að þessu sinni verður gengið frá Hallgrímskirkju klukkan 15:40, niður í Bíó Paradís þar sem hátíðardagskrá fer fram. Líkt og áður er markmiðið að koma saman og njóta stundarinnar í gleði og skemmtun en um leið að fræðast og dýpka skilning á okkur sjálfum, öðum og samfélaginu sem við búum í. Dagskrá dagsins má finna á www.10okt.com Íslensk yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Virðing er fyrsta hjálp“. Þessi yfirskrift þótti okkur ná vel yfir þemað sem gefið var út af Alþjóða geðheilbrigðisráðinu (WFMH) þar sem horft er til sálrænnar skyndihjálpar og þeirra leiða sem best hafa gefist til að aðstoða þá sem verða fyrir áföllum og andlegum veikindum. Markmiðið er líka að halda áfram umræðunni um að virða mannlega reisn hvers og eins, draga úr fordómum og koma á opnu og heiðarlegu samtali í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Flestir kannast efalaust við söguna um Ingjaldsfíflið úr Íslendingasögunum. Fíflið hét reyndar Helgi Ingjaldsson og „þótti afglapi sem mestur mátti vera“ eins og segir í Gísla sögu Súrsonar. Hans hlutskipti var að vera bundinn við raufarstein og beit gras með búfénaði föður síns í stað þess að umgangast mannfólk. Það er sorglegt frá því að segja að í samantekt Alþjóða geðheilbrigðisráðsins kemur fram að enn þann dag í dag eru dæmi af svipaðri meðferð á fólki sem á við andlega erfiðleika að stríða. Fram kemur meðal annars frásögn af ungum manni í Gana sem var keðjaður við tré af fjölskyldunni sem vissi ekki betur en það væri besta leiðin til að tryggja öryggi hans. Sem betur fer er nú til vitneskja og reynsla af betri aðferðum sem hægt er að benda á í slíkum tilfellum.Eigum enn töluvert í land Og sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar hér á landi síðan Gísli Súri var og hét. En það er ennþá margt sem hægt er að bæta enn frekar þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Við eigum enn töluvert í land með að tryggja að þeir sem veikjast andlega fái sambærilega ummönnun og þeir sem veikjast líkamlega. Fordómar, skilningsleysi og skortur á fræðslu og forvörnum í samfélaginu verða til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar í tíma, einangrast og þá verða málin gjarnan enn alvarlegri en ef vel og rétt er tekið á málum í upphafi. Og þó svo að fólk sé ekki lengur bundið við raufarsteina, koma enn upp virðingarlausar umræður og fréttir sem ýta bæði fólki og samfélagi til baka í djúp för sem mótast hafa af áðurnefndum fordómum og fáfræði. Á liðnum vetri lauk ég námskeiði í andlegri endurlífgun (eCPR) hjá Hugarafli í Borgartúni. Andleg endurlífgun er þróuð af fólki sem hefur sjálft reynslu af að komast í gegnum andlega erfiðleika og byggir á að ná tengslum við aðra í gegnum tilfinningar. Á námskeiðinu var ekki talað um hversu stór hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það var einfaldlega verið að fjalla um svo miklu mikilvægari hluti sem hjálpa þegar virkilega reynir á í lífi fólks. Peningar skipta alla máli í því kapitalíska samfélagi sem við lifum í og mótar líf allra sem í því búa. En skortur á fjármagni á aldrei að vera ástæða þess að ekki er komið fram af virðingu við náungann og hann fái nauðsynlega aðstoð hvort sem er líkamlega eða andlega þegar á reynir. Og skortur á fjármagni á heldur ekki að vera leyfileg afsökun til að hópar fólks þurfi að líða skort og lifa á bótum sem eru undir lágmarksframfærsluviðmiðum. Það ber merki um ranga forgangsröðun og virðingarleysi í því velmegunarsamfélagi sem við lifum ef fjármagnsskortur er notaður sem afsökun í slíkum tilfellum. Sjálfur umgengst ég fjöldan allan af frábæru fólki á hverjum degi sem sannfærir mig alltaf betur og betur að það býr gríðarmikill auður og kraftur í því sem sumir kalla að kjósa geðveiki. Þetta frábæra fólk gefur margfalt meira af sér til samfélagsins okkar heldur en örorkubæturnar segja til um. Með virðingu, skilningi, samhyggð og fræðslu í bland við gleði og tár færir það öðrum oft von og alveg nýja sýn á lífið. Reynsla og þekking notenda geðheilbrigðiskerfisins er að þessu leyti mikill auður sem hægt er að nýta svo miklu betur í okkar samfélagi en gert er í dag. Í réttum hlutföllum við fjármagn og sérfræðiþekkingu, þar sem virðing er borin fyrir reynslu og þekkingu allra má án efa gera enn betur í að veita sálræna skyndihjálp til þeirra sem verða fyrir áföllum og andlegum veikindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. október er haldið upp á Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn um allan heim og er þetta í 21. sinn sem haldið er upp á daginn hér á Íslandi. Að þessu sinni verður gengið frá Hallgrímskirkju klukkan 15:40, niður í Bíó Paradís þar sem hátíðardagskrá fer fram. Líkt og áður er markmiðið að koma saman og njóta stundarinnar í gleði og skemmtun en um leið að fræðast og dýpka skilning á okkur sjálfum, öðum og samfélaginu sem við búum í. Dagskrá dagsins má finna á www.10okt.com Íslensk yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Virðing er fyrsta hjálp“. Þessi yfirskrift þótti okkur ná vel yfir þemað sem gefið var út af Alþjóða geðheilbrigðisráðinu (WFMH) þar sem horft er til sálrænnar skyndihjálpar og þeirra leiða sem best hafa gefist til að aðstoða þá sem verða fyrir áföllum og andlegum veikindum. Markmiðið er líka að halda áfram umræðunni um að virða mannlega reisn hvers og eins, draga úr fordómum og koma á opnu og heiðarlegu samtali í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Flestir kannast efalaust við söguna um Ingjaldsfíflið úr Íslendingasögunum. Fíflið hét reyndar Helgi Ingjaldsson og „þótti afglapi sem mestur mátti vera“ eins og segir í Gísla sögu Súrsonar. Hans hlutskipti var að vera bundinn við raufarstein og beit gras með búfénaði föður síns í stað þess að umgangast mannfólk. Það er sorglegt frá því að segja að í samantekt Alþjóða geðheilbrigðisráðsins kemur fram að enn þann dag í dag eru dæmi af svipaðri meðferð á fólki sem á við andlega erfiðleika að stríða. Fram kemur meðal annars frásögn af ungum manni í Gana sem var keðjaður við tré af fjölskyldunni sem vissi ekki betur en það væri besta leiðin til að tryggja öryggi hans. Sem betur fer er nú til vitneskja og reynsla af betri aðferðum sem hægt er að benda á í slíkum tilfellum.Eigum enn töluvert í land Og sem betur fer hefur margt breyst til batnaðar hér á landi síðan Gísli Súri var og hét. En það er ennþá margt sem hægt er að bæta enn frekar þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Við eigum enn töluvert í land með að tryggja að þeir sem veikjast andlega fái sambærilega ummönnun og þeir sem veikjast líkamlega. Fordómar, skilningsleysi og skortur á fræðslu og forvörnum í samfélaginu verða til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar í tíma, einangrast og þá verða málin gjarnan enn alvarlegri en ef vel og rétt er tekið á málum í upphafi. Og þó svo að fólk sé ekki lengur bundið við raufarsteina, koma enn upp virðingarlausar umræður og fréttir sem ýta bæði fólki og samfélagi til baka í djúp för sem mótast hafa af áðurnefndum fordómum og fáfræði. Á liðnum vetri lauk ég námskeiði í andlegri endurlífgun (eCPR) hjá Hugarafli í Borgartúni. Andleg endurlífgun er þróuð af fólki sem hefur sjálft reynslu af að komast í gegnum andlega erfiðleika og byggir á að ná tengslum við aðra í gegnum tilfinningar. Á námskeiðinu var ekki talað um hversu stór hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það var einfaldlega verið að fjalla um svo miklu mikilvægari hluti sem hjálpa þegar virkilega reynir á í lífi fólks. Peningar skipta alla máli í því kapitalíska samfélagi sem við lifum í og mótar líf allra sem í því búa. En skortur á fjármagni á aldrei að vera ástæða þess að ekki er komið fram af virðingu við náungann og hann fái nauðsynlega aðstoð hvort sem er líkamlega eða andlega þegar á reynir. Og skortur á fjármagni á heldur ekki að vera leyfileg afsökun til að hópar fólks þurfi að líða skort og lifa á bótum sem eru undir lágmarksframfærsluviðmiðum. Það ber merki um ranga forgangsröðun og virðingarleysi í því velmegunarsamfélagi sem við lifum ef fjármagnsskortur er notaður sem afsökun í slíkum tilfellum. Sjálfur umgengst ég fjöldan allan af frábæru fólki á hverjum degi sem sannfærir mig alltaf betur og betur að það býr gríðarmikill auður og kraftur í því sem sumir kalla að kjósa geðveiki. Þetta frábæra fólk gefur margfalt meira af sér til samfélagsins okkar heldur en örorkubæturnar segja til um. Með virðingu, skilningi, samhyggð og fræðslu í bland við gleði og tár færir það öðrum oft von og alveg nýja sýn á lífið. Reynsla og þekking notenda geðheilbrigðiskerfisins er að þessu leyti mikill auður sem hægt er að nýta svo miklu betur í okkar samfélagi en gert er í dag. Í réttum hlutföllum við fjármagn og sérfræðiþekkingu, þar sem virðing er borin fyrir reynslu og þekkingu allra má án efa gera enn betur í að veita sálræna skyndihjálp til þeirra sem verða fyrir áföllum og andlegum veikindum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar