Hvenær er vanlíðan of mikil? Bergný Ármannsdóttir skrifar 7. október 2016 15:47 Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar