Hvenær er vanlíðan of mikil? Bergný Ármannsdóttir skrifar 7. október 2016 15:47 Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Að fást við erfiðar aðstæður og erfiðar tilfinningar er hluti af mannlegri tilveru. Stundum verðum við fyrir erfiðri lífsreynslu og finnum tímabundna vanlíðan vegna þess. Yfirleitt gerum við okkur grein fyrir því að vanlíðan í kjölfar slíkra atburða sé algeng og eðlileg og líður oftast hjá með tímanum. Stundum kemur vanlíðan að því er virðist alveg upp úr þurru, eins og þruma úr heiðskýru lofti, og við sitjum eftir og veltum því fyrir okkur af hverju í ósköpunum þessi vanlíðan hellist yfir okkur. Mörgum finnst það liggja beinast við að hafi ekkert slæmt komið fyrir mann, þá ætti manni ekki að líða illa. Þá fylgja gjarnan hugsanir um að það hljóti eitthvað að ama að manni, það geti ekki verið eðlilegt að líða illa þegar það er í rauninni ekkert að. Við þessar aðstæður getur verið erfitt að hugsa að þetta muni líða hjá en í rauninni er sú vanlíðan líka eðlilegur hluti af lífinu. Okkur þarf nefnilega ekki alltaf að líða vel. En hvenær er vanlíðan orðin það mikil að hún telst vera röskun? Vanlíðan getur verið allskonar. Vanlíðan getur verið depurð, sorg, söknuður, kvíði eða ótti. Allt eru þetta eðlilegar tilfinningar sem eiga fullkominn rétt á sér. Stundum leiðist okkur, við erum einmanna eða kvíðum fyrir erfiðu prófi. Þegar þessar tilfinningar eru hins vegar farnar að hafa mikil hamlandi áhrif á líf okkar getum við sagt að vanlíðan sé orðin of mikil. Þegar tilfinningar eins og depurð eða kvíði eru farnar að trufla mætingu í skóla eða vinnu, áhugamál eða sambönd okkar við annað fólk er hægt að segja að einhverskonar röskun sé til staðar. Ef þér finnst vanlíðan trufla daglegt líf þitt og kemur í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til að gera eða það sem þú þarft að gera gæti verið góð hugmynd að tala við lækni eða sálfræðing. Það er mikilvægt að vita að það er allt í lagi að líða stundum illa. Að líða illa í smá tíma, jafnvel þó að það „sé ekkert að“ er ekki merki um að það sé eitthvað að manni og að hugsa í sífellu „mér á ekki að líða illa“ getur aukið á þá vanlíðan sem er fyrir. Stundum er allt í lagi að líða illa í stutta stund, það má og það líður oftast hjá. Það er gott að minna sig frekar á það að stundum má bara alveg vera á smá bömmer. Það er líka mikilvægt að vita að það er engin skömm í því að leita sér hjálpar ef maður finnur að vanlíðan er orðin of mikil. Alveg eins og við myndum leita til fagfólks ef okkur hefur verkjað í bakið í lengri tíma ætti að vera sjálfsagt að leita til þeirra þegar vanlíðan er orðin langvarandi og truflandi. Það er allt í lagi að líða stundum illa, en það er líka sjálfsagt að leita sér aðstoðar ef vanlíðanin er smátt og smátt að taka yfir.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Hugrúnar, nýstofnaðs geðfræðslufélags við Háskóla Íslands, í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins 10. október.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar