Lægri vextir – stærsta kjarabótin Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. október 2016 16:44 Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tók ég þátt í fyrstu kappræðunum á mínum pólitíska ferli. Það var skemmtileg reynsla. Ég undirbjó mig eins og ég væri að fara í munnlegt próf, en gerðist að sögn konunnar minnar sekur um tískumistök í skyrtuvali. Fyrir lífið í landinu á næstu áratugum skiptir mestu máli að hér verði samkeppnishæf lífskjör fyrir fólk sem fætt er á síðustu árum 20 aldar. Þessi hópur ungra heimsborgara mun ekki láta bjóða sér að borga íbúðirnar sínar þrisvar vegna ofurvaxtanna sem hér eru í boði. Ástæða þessarar lífskjaraskekkju milli Íslands og annarra Norðurlanda, til dæmis, er hin sveiflukennda og óstöðuga íslenska króna.90 þúsund króna launahækkun Í þættinum ræddi ég meðal annars hugmyndir okkar í Viðreisn um að festa gengi krónunnar með svonefndu myntráði til að lækka hér vexti og skapa stöðugt gengi. Það er ekki ásættanlegt hversu miklu hærri vextir eru hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Ef okkur tækist að helminga núverandi vaxtamun samsvarar það 500 þúsund króna lækkun á vaxtabyrði fyrir fjölskyldu með dæmigert 20 milljóna króna húsnæðislán. Það samsvarar um 90 þúsund króna launahækkun á mánuði. Vaxtalækkun er því ein mesta kjarabót heimilanna. Umræðan um leið okkar í Viðreisn til að lækka vexti er vissulega nokkuð tæknileg og flókin á köflum. Í einföldu máli er hér hins vegar um að ræða leið sem Seðlabankinn telur raunhæfa og fjöldi annarra landa hefur stuðst við með góðum árangri. Það er miður að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa ákaflega óljósa stefnu, ef þá nokkra, í því hvernig hér sé hægt að bjóða upp á sambærilega vexti og nágrannalönd okkar. Bæði þau Lilja og Smári settu fram ágæta gagnrýni á hugmyndir okkar. Lilja telur farsælast að halda áfram á sömu leið með háa vexti og sveiflukennt gengi, Smári taldi leið Króatíu farsælli en þá sem við boðum. Auðvitað er engin lausn í peningamálum gallalaus. Hvað myntráð varðar skiptir mestu að hagstjórn okkar sé nægjanlega traust og styðji við fastgengisstefnuna. Það á endanum skapar þann trúverðugleika sem er nauðsynlegt skilyrði stöðugleika til lengri tíma.Óbreytt ástand ekki í boði Það gefur auga leið að svo róttæk breyting á peningastefnu okkar yrði ekki gerð án vandlegs undirbúnings og nokkurs aðdraganda. Um þetta fyrirkomulag þyrfti líka að ríkja víðtæk sátt bæði meðal þingmanna en ekki síður meðal aðila vinnumarkaðar. Núverandi fyrirkomulag hefur ekki reynst okkur vel. Krónan hefur alla tíð verið afar óstöðugur gjaldmiðill. Þessi óstöðugleiki hefur valdið verðbólgu sem hér er mun hærri að jafnaði en í nágrannalöndum okkar, vextir sömuleiðis og ekkert sem bendir til þess að þessi mikli sveigjanleiki hafi skilað okkur neinum sérstökum ávinningi en kostnaðurinn er óumdeilanlegur. Það á að gera þá kröfu til stjórnmálanna að þau leggi fram raunhæfar lausnir um það hvernig við gerum lífskjör hér samkeppnisfær við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Til þess höfum við alla burði. Viðreisn hefur lagt fram heildstæða sýn á framtíðarskipan peningamála hér, sem skilað gæti okkur mun lægra vaxtastigi og stöðugu gengi og minnkað til muna líkurnar á því að unga fólkið, börnin okkar, velji sér annað land til búsetu í framtíðinni. Þetta er risavaxið hagsmunamál fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Stjórnmálaflokkar sem gagnrýna og hafna þessari lausn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað betra fram að færa. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegt.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun