Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2016 19:45 Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð og starfa nú 140 manns á svæðinu. Sprenging stöðvarhúshvelfingar er komin vel á veg en virkjunin verður að mestu neðanjarðar og mannvirkin því lítt sýnileg. Framkvæmdir við Búrfell 2, eitthundrað megavatta stórvirkjun, fóru á fullt í vor. Þar eru nú komnar stórar vinnubúðir og vinnuvélar á þeytingi fram og til baka.Vinnubúðir fyrir um 200 manns hafa verið reistar við Búrfell.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Nú eru framkvæmdir komnar á fullan kraft og munu verða í hámarki á næsta ári,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búrfell er þegar orðið eitt stærsta framkvæmdasvæði landsins en samsteypa Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, og Marti Contractors er stærsti verktakinn. Um 140 manns vinna núna á svæðinu en fjöldinn fer uppundir 200 manns á því næsta, að sögn Gunnars. Aldargömul teikning Titan-félags Einars Benediktssonar gerði ráð fyrir miklu stöðvarhúsi með 20 aflvélum við Sámsstaðaklif, milli Búrfells og Sámsstaðamúla. Nú verður virkjað á sama stað, en neðanjarðar og með einni vél.Fyrsta tillaga að Búrfellsvirkjun, sem norski verkfræðingurinn Sætersmoen gerði fyrir Titan, félag Einars Benediktssonar. Nýja virkjunin er á sama stað en neðanjarðar í Sámsstaðaklifi, milli Samsstaðamúla og Búrfells.Fara þarf inn í fjallið um 280 metra löng en þar er nú verið að sprengja fyrir stöðvarhússhvelfingu. Í fréttum Stöðvar 2 voru birtar skýringarmyndir Landsvirkjunar, sem sýna hvernig virkjunin mun líta út inni í fjallinu en þangað verður vatnið leitt um 132 metra há fallgöng. Helstu mannvirki á yfirborði verða 370 metra aðrennsliskurður frá Bjarnalóni og tveggja kílómetra frárennslisskurður að Fossá.Stöðvarhússhvelfingin er 280 metra inni í fjallinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er tiltölulega mikil sátt um þessa framkvæmd enda er þetta stækkun á núverandi virkjun. Við erum ekki að fara inn á nýtt svæði. Við erum að nýta auðlindina betur sem er hérna til staðar. Við erum að nýta okkur núverandi lón, Bjarnalón, sem þjónustar núverandi virkjun. Þannig að umhverfisáhrif þessarar stækkunar eru tiltölulega lítil,“ segir Gunnar Guðni.Þessi samsetta mynd sýnir núverandi virkjun til vinstri og hvernig væntanlegur frárennslisskurður, hægra megin, mun liggja frá nýja stöðvarhúsinu. Bjarnalón sést fyrir ofan.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Vatnsrennsli á Þjófafossi og Tröllkonuhlaupi mun þó enn minnka enda fellst helsti ávinningurinn með þessu sautján milljarða króna verkefni að nýta rennsli Þjórsár betur, - vatn sem núna rennur framhjá núverandi virkjun. „Við erum líka að ná okkur í meira afl inn í kerfið, orku. En síðast en ekki síst erum við líka að létta álagi af núverandi stöð og munum reka hana á minna álagi eftir þetta.“Svona munu inntaksskurðirnir frá Bjarnalóni líta út, núverandi skurður til hægri en sá sem mun þjóna nýju virkjuninni sést neðst. Sámsstaðamúli sést efst.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Orkan er ekki eyrnarmerkt neinum einum kaupanda en virkjunin á að taka til starfa vorið 2018. „Þessi orka fer bara inn á kerfið til að fullnægja þeim samningum sem Landsvirkjun hefur gert,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Jarðgöngin sem liggja að stöðvarhússhvelfingunni eru 280 metra löng.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð og starfa nú 140 manns á svæðinu. Sprenging stöðvarhúshvelfingar er komin vel á veg en virkjunin verður að mestu neðanjarðar og mannvirkin því lítt sýnileg. Framkvæmdir við Búrfell 2, eitthundrað megavatta stórvirkjun, fóru á fullt í vor. Þar eru nú komnar stórar vinnubúðir og vinnuvélar á þeytingi fram og til baka.Vinnubúðir fyrir um 200 manns hafa verið reistar við Búrfell.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Nú eru framkvæmdir komnar á fullan kraft og munu verða í hámarki á næsta ári,“ segir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búrfell er þegar orðið eitt stærsta framkvæmdasvæði landsins en samsteypa Íslenskra aðalverktaka, ÍAV, og Marti Contractors er stærsti verktakinn. Um 140 manns vinna núna á svæðinu en fjöldinn fer uppundir 200 manns á því næsta, að sögn Gunnars. Aldargömul teikning Titan-félags Einars Benediktssonar gerði ráð fyrir miklu stöðvarhúsi með 20 aflvélum við Sámsstaðaklif, milli Búrfells og Sámsstaðamúla. Nú verður virkjað á sama stað, en neðanjarðar og með einni vél.Fyrsta tillaga að Búrfellsvirkjun, sem norski verkfræðingurinn Sætersmoen gerði fyrir Titan, félag Einars Benediktssonar. Nýja virkjunin er á sama stað en neðanjarðar í Sámsstaðaklifi, milli Samsstaðamúla og Búrfells.Fara þarf inn í fjallið um 280 metra löng en þar er nú verið að sprengja fyrir stöðvarhússhvelfingu. Í fréttum Stöðvar 2 voru birtar skýringarmyndir Landsvirkjunar, sem sýna hvernig virkjunin mun líta út inni í fjallinu en þangað verður vatnið leitt um 132 metra há fallgöng. Helstu mannvirki á yfirborði verða 370 metra aðrennsliskurður frá Bjarnalóni og tveggja kílómetra frárennslisskurður að Fossá.Stöðvarhússhvelfingin er 280 metra inni í fjallinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Það er tiltölulega mikil sátt um þessa framkvæmd enda er þetta stækkun á núverandi virkjun. Við erum ekki að fara inn á nýtt svæði. Við erum að nýta auðlindina betur sem er hérna til staðar. Við erum að nýta okkur núverandi lón, Bjarnalón, sem þjónustar núverandi virkjun. Þannig að umhverfisáhrif þessarar stækkunar eru tiltölulega lítil,“ segir Gunnar Guðni.Þessi samsetta mynd sýnir núverandi virkjun til vinstri og hvernig væntanlegur frárennslisskurður, hægra megin, mun liggja frá nýja stöðvarhúsinu. Bjarnalón sést fyrir ofan.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Vatnsrennsli á Þjófafossi og Tröllkonuhlaupi mun þó enn minnka enda fellst helsti ávinningurinn með þessu sautján milljarða króna verkefni að nýta rennsli Þjórsár betur, - vatn sem núna rennur framhjá núverandi virkjun. „Við erum líka að ná okkur í meira afl inn í kerfið, orku. En síðast en ekki síst erum við líka að létta álagi af núverandi stöð og munum reka hana á minna álagi eftir þetta.“Svona munu inntaksskurðirnir frá Bjarnalóni líta út, núverandi skurður til hægri en sá sem mun þjóna nýju virkjuninni sést neðst. Sámsstaðamúli sést efst.Grafísk mynd/Landsvirkjun.Orkan er ekki eyrnarmerkt neinum einum kaupanda en virkjunin á að taka til starfa vorið 2018. „Þessi orka fer bara inn á kerfið til að fullnægja þeim samningum sem Landsvirkjun hefur gert,“ segir framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Jarðgöngin sem liggja að stöðvarhússhvelfingunni eru 280 metra löng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19 Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsvirkjun skilaði 11 milljarða hagnaði á síðasta ári Rekstrartekjur drógust hins vegar saman á árinu. 20. febrúar 2016 10:19
Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Framkvæmdir hefjast í vor. 10. febrúar 2016 10:34
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. 23. september 2016 21:15