Menningin í landslaginu Helga Árnadóttir skrifar 15. september 2016 00:00 Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið menningarlandslag er áberandi í norrænni og evrópskri umræðu þegar rætt er um þau spor sem maðurinn skilur eftir sig í landinu og í hugum þeirra sem um landið fara. Það á við um landslag sem manneskjan hefur með einhverjum hætti, fyrr eða síðar, sett mark sitt á. Ósnortið náttúrulandslag er andstæðan við menningarlandslag, og á við um svæði þar sem náttúruleg vistkerfi eru ráðandi. Menningarlandslag á við þar sem vistkerfin hafa tekið breytingum og mannleg áhrif eru sýnileg.Ólík sjónarhorn á landslag Sjónarhornin á landslagið eru oft afar ólík. Bóndinn lítur á landsins gagn en ferðamaðurinn á upplifunina. Ferðamenn sjá víða ósnortið landslag þar sem bændur horfa á landið með augum þess sem nýtir og ræktar. Bændur geta margir þulið upp örnefni, sum eldforn, sem eru til vitnis um margskonar landnytjar og brúk gegnum tíðina. Þeir settu nöfn á landslagið og vottuðu þar með að það væri skipulagt og skilið. Klisjan um að gestsaugað sé glöggt á því ekki alltaf við, en hitt er mála sannast, að ferðafólki finnst margt merkilegt á Íslandi sem okkur finnst heldur hversdagslegt og jafnvel ómerkilegt. Þeir kenna okkur meðal annars að sjá hlutina í nýju ljósi og leggja rækt við sérkenni, eins og til að mynda bárujárnshúsin frá fyrri hluta síðustu aldar svo eitthvað sé nefnt. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, segir í Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar, og nafngiftirnar bera vitni um það sem var. Landslagið í sjálfu sér getur verið tilkomumikið en það getur líka verið hlaðið táknrænni merkingu. Þingvellir eru ekki bara stórbrotið landsig á mörkum evrópska og ameríska flekans, heldur staður sem hefur um sig helgi í þjóðarvitund Íslendinga sem tákn um sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Í rómantík þjóðskáldanna hafa fjöllin orðið táknmyndir og hálendið hefur í hugum marga öðlast einhverskonar helgi.Menningarsporin rakin Í fræðum um menningarlandslag er meðal annars talað um nytjalandslag, framleiðslulandslag og bæjar- og borgalandslag, sem er næstum að öllu leyti manngert. Og upplifunar- og frístundalandslag er einnig til umræðu. Það getur verið greinandi og gagnlegt að ræða málin á þessum nótum og er áreiðanlega til eftirbreytni hér á landi. Í þeirri miklu og hröðu framþróun sem átt hefur sér stað innan ferðaþjónustunnar skiptir miklu að við séum læs á menningarlandslagið. Með því að lesa í það er unnt að vísa veginn til framtíðar. Það er hægt að taka mörg dæmi um hvar vel hefur tekist með slíkan lestur. Ég nefni Húsavík sem skínandi dæmi þar sem höfnin hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er aftur orðin miðpunkturinn sem bæjarlífið hverfist um, jafnframt því sem trébátar eru gerðir upp til hvalaskoðunar og mæta nútímaferðamanninum á hverjum degi. Þar hefur menningarlæsið skapað mikinn virðisauka í ferðaþjónustu til hagsbóta og ánægju fyrir Húsvíkinga jafnt sem ferðafólk.Ræðum og rýnum Samtök ferðaþjónustunnar og samtök og fyrirtæki í landbúnaði vekja um þessar mundir athygli á samspili landbúnaðar og ferðaþjónustu, þar sem sveitamenningin og ferðaþjónustubóndinn skipta ferðamennskuna verulegu máli og öfugt. Á morgunverðarfundi á Grand Hótel næstkomandi föstudag fjalla fræðimenn um þýðingu menningarlandslags í Noregi, rannsóknir á sauðfjárrækt á Íslandi sem þátt í menningarlandslagi og um hlutverk ferðaþjónustubóndans. Með þessu viljum við sem að fundinum standa ýta undir rannsóknir og umræðu á þessu áhugaverða sviði hérlendis.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun