Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2016 19:45 Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason. Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sérhæfð kornþurrkunarstöð hefur verið tekin í notkun á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Með henni eykst matvælaöryggi í kornbúskap en íslenskt bygg nýtist í vaxandi mæli til brauð- og ölgerðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Eggertsson bónda. Sjaldan hefur árað jafn vel til kornræktar sunnanlands. Undir Eyjafjöllum hófst kornskurður að þessu sinni tveimur til þremur vikum fyrr en oft áður. Vagga kornræktar á Íslandi hefur verið á Þorvaldseyri í rúma hálfa öld. Þar er nú risin sérhæfð bygging sem sýnir að þarna líta menn á kornrækt sem alvörubúskap. Þetta er kornþurrkunarstöð.Eftir að korninu hefur verið sturtað í stöðina fer það sjálfvirkt inn á þurrkarana og síðan inn á lager.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta er sérhæfð stöð fyrst og fremst til að fullþurrka kornið svo það geymist örugglega yfir langan tíma,“ segir Ólafur. Hann áætlar að uppskeran í ár verði um 200 tonn og að um helmingur fari til manneldis. Verksmiðjan getur þurrkað um eitt tonn á klukkustund. „Þetta er mjög hagkvæmt og gott vinnuumhverfi þar sem kornið fer sjálfvirkt inn á þurrkarana og sjálfvirkt út úr þeim og síðan beint inn á lagerana.“ Upphaflega var kornræktin fyrst og fremst hugsuð fyrir kýrnar.Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð samfellt frá árinu 1960.Stöð 2/Einar Árnason.„Þegar við byrjuðum á þessu var þetta náttúrlega eingöngu hliðarbúgrein við búskapinn til að skaffa kúnum okkar kjarnfóður. Og það er reyndar í gangi ennþá. En nú erum við farnir að auka við kornræktina með tilkomu þessarar stöðvar og getum meðhöndlað hér korn til manneldis sem uppfyllir alla staðla og allar kröfur um matvælaöryggi.“ Ólafur segir vaxandi áhuga á því að nota íslenskt bygg til brauðgerðar og nú séu ölgerðarmenn farnir að sækja í kornið. „Brugghús eru að skaffa 100% íslenska bjóra og það er miklu meiri áhugi á því. Og við getum hérna skaffað korn af fullum gæðum fyrir þessa framleiðslu,“ segir bóndinn á Þorvaldseyri.Íslenskt bygg nýtist bæði til brauð- og ölgerðar. Myndin er frá akrinum á Þorvaldseyri.Stöð 2/Einar Árnason.
Tengdar fréttir Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. 21. apríl 2010 19:19