Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 10:45 Höfuðstöðvar Monsanto í St. Louis-borg í Missouri-fylki Bandaríkjanna. Vísir/AFP Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto. Myndi Monsanto fá um fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Viðræður Bayer og Monsanto eru sagðar langt komnar í tilkynningu sem Bayer sendi frá sér í gær. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhuguðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfðabreyttra fræja fyrir matvæli á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund milljarða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna samkeppnisaðila á borð við Dow Chemical, DuPont og Syngenta. Fréttastofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Monsanto vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. Þá hafa hagsmunasamtök bænda þar í landi lýst yfir áhyggjum af samrunanum og segja hann leiða til minni samkeppni og hærra verðs. Um er að ræða átjánda hæsta kaupverð í sögunni. Það hæsta var hins vegar þegar Vodafone keypti þýsku Mannesmann-samsteypuna á 202 milljarða bandaríkjadala, andvirði 23 þúsund milljarða króna. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira
Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto. Myndi Monsanto fá um fimmtán þúsund krónur á hvern keyptan hlut. Viðræður Bayer og Monsanto eru sagðar langt komnar í tilkynningu sem Bayer sendi frá sér í gær. Monsanto framleiðir og þróar erfðabreytt fræ fyrir matvæli á borð við maís, sojabaunir og hveiti. Auk lyfjaframleiðslu framleiðir og þróar Bayer skordýraeitur fyrir akuryrkju og erfðabreytt matvæli undir nafninu Bayer CropScience. Með fyrirhuguðum samruna vonast Bayer til að verða langstærsti framleiðandi erfðabreyttra fræja fyrir matvæli á heimsvísu. Eigendur Monsanto höfðu áður hafnað rétt rúmlega sjö þúsund milljarða króna tilboði Bayer. Hið hækkaða tilboð Bayer kemur í kjölfar samruna samkeppnisaðila á borð við Dow Chemical, DuPont og Syngenta. Fréttastofa BBC greinir frá því að óvíst sé að samkeppniseftirlit Bandaríkjanna samþykki samruna Bayer og Monsanto vegna stærðar fyrirtækjanna tveggja. Þá hafa hagsmunasamtök bænda þar í landi lýst yfir áhyggjum af samrunanum og segja hann leiða til minni samkeppni og hærra verðs. Um er að ræða átjánda hæsta kaupverð í sögunni. Það hæsta var hins vegar þegar Vodafone keypti þýsku Mannesmann-samsteypuna á 202 milljarða bandaríkjadala, andvirði 23 þúsund milljarða króna.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Sjá meira