Kaupmáttur og aldraðir Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 7. september 2016 08:00 Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun