Viðskipti innlent

Ingveldur og Þorgeir ekki vanhæf í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar um að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson víki sem hæstaréttardómarar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið verður flutt í Hæstarétti á föstudaginn.

Ástæða þess að farið var fram á að þau Ingveldur og Þorgeir myndu víkja sæti voru fjölskyldutengsl þeirra við aðstoðarsaksóknara hjá embætti Sérstaks saksónara annars vegar, en sá er sonur Ingveldar og hins vegar er yfirlögfræðingur slitabús Kaupþings ehf. sonur Þorgeirs en slitabúið stefndi fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki vanhæf þar sem sonur Ingveldar vann ekki að málum er komu við Kaupþing banka og sonur Þorgeirs kom ekki að dómsmálum er vörðuðu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og þá hafði Kaupþing ehf. ekki fjárhagslega hagsmuni af einkamálum sem rekin voru gegn Kaupþing banka.

Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing í markaðsmisnotkunarmálinu í héraði umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár.

Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins.

Hreiðar Már og Sigurður áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og verður málflutningur í málinu á föstudaginn.Tengdar fréttir

Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
4,07
11
471.595
KVIKA
3,45
26
594.413
ORIGO
3,39
8
37.855
REITIR
2,82
13
613.225
FESTI
1,98
5
178.310

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,77
1
280
ISB
0
51
1.053.218
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.