Stöðva framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2016 17:31 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Mynd/Völundur Jónsson Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi á föstudag fellt tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir séu til bráðabirgða á meðan nefndin fjalli um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar.Guðmundur Ingi Ásmundsson.Vísir/GVA„Framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi. Í tilviki Þeistareykjalínu 1 hefur verið breið sátt um verkefnið og samið við alla landeigendur á línuleiðinni. Fyrir framkvæmdaraðila eins og Landsnet er mikilvægt að ferlarnir sem fyrirtækið starfar eftir séu skýrir. Það hlýtur að vera umhugsunarefni ef stjórnsýslan er orðin með þeim hætti að verið sé að fjalla um grundvallarþætti umhverfismatsins og fyrri stjórnsýsluákvarðanir svo seint í ferlinu. Þó mismunandi skoðanir séu um túlkanir laga og afturvirkni breytinga á þeim þá er markmið laganna áfram að dregið sé úr áhrifum framkvæmdanna á umhverfið og að umhverfismatið sé unnið á faglegum forsendum. Hefur öll sú mikla vinna sem fram hefur farið miðað að því. Landsnet hefur nú þegar óskað eftir flýtimeðferð hjá úrskurðarnefndinni,” er haft eftir Guðmundi Inga. „Þeistareykjalína 1 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Norðurþings er línan rúmir 20 km. Úrskurðurinn felur í sér að Landsneti er óheimilt að hefja framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 innan Þingeyjarsveitar. Framkvæmdir á viðkomandi svæði voru ekki hafnar.Kröflulína 4 Lengd fyrirhugaðrar Kröflulínu 4 er 32,7 km frá Kröflu að Þeistareykjum og liggja um 12 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Skútustaðahrepps er línan um 21 km. Hvað varðar Kröflulínu 4 innan Þingeyjarsveitar tekur úrskurður um stöðvun til framkvæmda í nágrenni Þeistareykjavirkjunar sem er um 7 km af línuleiðinni. Sökum þessa hafa framkvæmdir á viðkomandi svæði þegar verið stöðvaðar,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 hafa verið stöðvaðar að kröfu Landverndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi á föstudag fellt tvo úrskurði um stöðvun framkvæmda vegna ákvarðana sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Úrskurðirnir séu til bráðabirgða á meðan nefndin fjalli um kærur Landverndar vegna útgáfu framkvæmdaleyfanna. Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að stöðvun sem þessi hafi mikil áhrif á framkvæmdir og mögulega standi Landsnet frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar.Guðmundur Ingi Ásmundsson.Vísir/GVA„Framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi. Í tilviki Þeistareykjalínu 1 hefur verið breið sátt um verkefnið og samið við alla landeigendur á línuleiðinni. Fyrir framkvæmdaraðila eins og Landsnet er mikilvægt að ferlarnir sem fyrirtækið starfar eftir séu skýrir. Það hlýtur að vera umhugsunarefni ef stjórnsýslan er orðin með þeim hætti að verið sé að fjalla um grundvallarþætti umhverfismatsins og fyrri stjórnsýsluákvarðanir svo seint í ferlinu. Þó mismunandi skoðanir séu um túlkanir laga og afturvirkni breytinga á þeim þá er markmið laganna áfram að dregið sé úr áhrifum framkvæmdanna á umhverfið og að umhverfismatið sé unnið á faglegum forsendum. Hefur öll sú mikla vinna sem fram hefur farið miðað að því. Landsnet hefur nú þegar óskað eftir flýtimeðferð hjá úrskurðarnefndinni,” er haft eftir Guðmundi Inga. „Þeistareykjalína 1 Lengd fyrirhugaðrar Þeistareykjalínu 1 er 28,2 km frá Þeistareykjum að Bakka og liggja 7,7 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Norðurþings er línan rúmir 20 km. Úrskurðurinn felur í sér að Landsneti er óheimilt að hefja framkvæmdir við Þeistareykjalínu 1 innan Þingeyjarsveitar. Framkvæmdir á viðkomandi svæði voru ekki hafnar.Kröflulína 4 Lengd fyrirhugaðrar Kröflulínu 4 er 32,7 km frá Kröflu að Þeistareykjum og liggja um 12 km innan Þingeyjarsveitar. Innan Skútustaðahrepps er línan um 21 km. Hvað varðar Kröflulínu 4 innan Þingeyjarsveitar tekur úrskurður um stöðvun til framkvæmda í nágrenni Þeistareykjavirkjunar sem er um 7 km af línuleiðinni. Sökum þessa hafa framkvæmdir á viðkomandi svæði þegar verið stöðvaðar,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira