Endurreisum heilbrigðiskerfið Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Íslenska heilbrigðisþjónustan er mjög hátt skrifuð hvað gæði og árangur varðar í alþjóðlegum samanburði og innan þess starfar mjög faglegt starfsfólk. Heilbrigðisþjónustan býr við gamalt húsnæði, úrelt tæki og fjársvelti. Á næstu árum þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið. Fyrst og fremst þarf að auka hlut hins opinbera í fjármögnun á heilbrigðisþjónustu. Í dag er hlutur heilbrigðisþjónustu, bæði opinberra aðila og heimila um 8,7% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þetta hlutfall er lægra en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Til að ná sama hlutfalli og gerist í hinum norrænu ríkjunum þarf það að hækka í a.m.k. í 10,5% af VLF. Ef heilbrigðisútgjöld væru um 10,5% af VLF væru þau um 35 milljörðum hærri en þau eru í dag. Það munar um minna. Það má skynja í umræðu í samfélaginu að vaxandi skilningur sé fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustunnar en það skiptir máli hvernig hugsanleg aukning þarf að skila sér til heilbrigðismála. Í fyrsta lagi þarf að tryggja að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðisþjónustu verði innan viðráðanlegra marka, þ.e. að heildarkostnaður einstaklings á ári verði ekki hindrun fyrir því að viðkomandi leiti til heilbrigðisþjónustu eða kaupi lyf. Þetta kallar á hagræðingu um leið og greitt verði fyrir ákveðna heilbrigðisþætti eins og sálfræðiþjónustu eða verkja- og sýklalyf sem í dag er fyrir utan greiðsluþátttöku ríkisins. Í öðru lagi þarf að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu ef ekki þurfi á bráðaþjónustu að halda. Það þarf að gera fólki kleift að fá sinn „heimilislækni“ á sinni heilsugæslustöð og ef læknir vísar fólki áfram til sérfræðings verði það því að kostnaðarlausu. Aftur á móti standi fólki til boða að leita beint til sérfræðilækna en þá þurfi að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu. Það þarf að auka þjónustusvið heilsugæslunnar á þann hátt að í boði verði þjónusta sjúkraþjálfa, sál-, næringar- og heilsufræðinga sem sinna viðkomandi varðandi hreyfingu og mataræði. Í þriðja lagi þarf að halda áfram með byggingaráætlanir á nýjum Landspítala við Hringbraut og setja kraft í framkvæmdir svo dýrmætur tími fari ekki til spillis við að taka nýja spítalann í notkun, öllum landsmönnum til góða. Til viðbótar framkvæmdum við nýjan spítala þarf að tryggja fé til tækjakaupa þannig að spítalinn búi jafnan við bestu tæki sem í boði eru. Í fjórða lagi þarf að ráðast í byggingu á 80-100 hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu til að mæta gríðarlegri eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum. Vanræksla undanfarinna ára að bregðast við þessari þörf hefur haft þau áhrif að um 50 sjúklingar sem alla jafnan ættu að liggja í hjúkrunarrýmum liggja „rúmfastir“ í dýrum rýmum á Landspítalanum. Ástandið varðandi hjúkrunarrými er einna verst á höfuðborgarsvæðinu. Þessu til viðbótar þarf að þróa nýjar leiðir, eins og samræmda þjónustu ríkis og sveitarfélaga við að veita eldri borgurum kost á að búa sem lengst í heimahúsum eins og hægt er með þróaðri félags- og hjúkrunarþjónustu. Í fimmta lagi þarf að samræma betur sjúkraflutninga á landsvísu. Það eru margir aðilar sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi, t.d. sér slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á því svæði og starfsmenn heilbrigðisstofnana á Vesturlandi sjá um sjúkraflutninga á því svæði. Í lofti sér Landhelgisgæslan um bráðaflutninga og stundum einnig almenna sjúkraflutninga en flestum sjúkraflutningum í lofti er sinnt af einkafyrirtæki sem á eina flugvél. Það er eðlilegt að skoða hvort hægt er að samræma sjúkraflutninga í landinu betur í ljósi bættra samgagna og breyttra aðstæðna. Flest ofangreindra atriða eru þess eðlis að þau kalla á meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustu. Það er í samræmi við vilja um 85 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir ákall um meiri fjármuni í heilbrigðisþjónustu sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Ef hærra hlutfall af VLF (eins og kemur fram að ofan) myndi ganga eftir, myndi sú fjárhagslega styrking fara langleiðina með að fjármagna alla ofangreinda þætti sem ég hef nefnt. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun