Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 19:12 Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú eru höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/GVA Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. Bónusgreiðslurnar geta numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir milli 50 til 100 milljónir á mann. Ásgeir gagnrýnir þetta í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni, sem báðar hafa vakið mikla athygli, og tengir við fréttir af málinu. Í þeirri fyrri segir hann: „Eignarhaldsfélagið Barnaspítala Hringsins stefnir einnig að því að því að greiða lykilstarfsmönnum allt að 100 milljónir króna í bónusa. Félagið fellur ekki undir lög og getur bara gert það sem því sýnist !“Þarna vísar Ásgeir í það að Kaupþing, sem er langstærsti hluthafi Arion banka, er ekki eftirlitskyldur aðili samkvæmt Fjármálaeftirlitinu. Því falla bónusgreiðslur bankans utan hefðbundins lagaramma um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja, en þær mega ekki vera hærri en 25% af árslaunum þess sem hlýtur greiðslurnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag setur Ásgeir upphæð bónusgreiðslnanna í samhengi við laun allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins: „ALLIR starfsmenn Barnaspítala Hringsins (rúmlega 200, 164 stöðugildi) hafa sameiginlega í laun á ári (án launatengdra gjalda) um 1,6 milljarða. NOKKRIR lykilstarfsmenn skilanefndar Kaupþings þurfa 1,5 milljarða í bónusgreiðslur – enda bera þeir svo mikla ábyrgð og starfið svo krefjandi.“ Á meðal þeirra stjórnmálamanna sem gagnrýnt hafa bónusgreiðslurnar eru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og þær Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég fordæmi þetta, sérstaklega í ljósi þess að ég hef gögn í höndunum sem ég kem til með að birta á næstu dögum hvað varðar einkavæðingu bankanna hinna seinni. Þetta er einstaklega svívirðilegt,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi í dag.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent