BSRB telur bónusgreiðslur Kaupþings óásættanlegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 09:39 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegur og eiga ekki við í íslensku samfélagi. Þetta er mat BSRB. „Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir bæru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Þegar spilaborgin hrundi fór lítið fyrir þeirri ábyrgð og þeir sem fengu svo ríkulega bónusa ypptu öxlum og voru stikkfríir,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Í yfirlýsingu frá samtökunum er skorað á Alþingi að lagfæra þann ramma sem fjármálafyrirtækjum er settur til að umbuna starfsmönnum sínum en BSRB telur þann ramma óþarflega rúman. Bandalagið telur engin haldbær rök fyrir því að „þeir svokölluðu lykilstarfsmenn Kaupþings“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni, eigi að fá um einn og hálfan milljarð króna í bónusgreiðslur, ofan á há laun sem þeir hafa fyrir. „Það má vera að Kaupþing falli ekki undir lög sem Alþingi setti um bónusgreiðslur fyrirtækja. Væri stjórnendum fyrirtækisins umhugað um samfélagslega ábyrgð myndu þeir engu að síður halda sig við þann rúma ramma sem þar er markaður. Kjósi þeir að gera það ekki ætti Alþingi að bregðast við,“ segir Elín. Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegur og eiga ekki við í íslensku samfélagi. Þetta er mat BSRB. „Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir bæru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Þegar spilaborgin hrundi fór lítið fyrir þeirri ábyrgð og þeir sem fengu svo ríkulega bónusa ypptu öxlum og voru stikkfríir,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Fyrirhugaðar bónusgreiðslur til nokkurra hátt settra starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings hafa vakið hörð viðbrögð. Kaupþing er langstærsti hluthafi Arion banka, en greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Í yfirlýsingu frá samtökunum er skorað á Alþingi að lagfæra þann ramma sem fjármálafyrirtækjum er settur til að umbuna starfsmönnum sínum en BSRB telur þann ramma óþarflega rúman. Bandalagið telur engin haldbær rök fyrir því að „þeir svokölluðu lykilstarfsmenn Kaupþings“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni, eigi að fá um einn og hálfan milljarð króna í bónusgreiðslur, ofan á há laun sem þeir hafa fyrir. „Það má vera að Kaupþing falli ekki undir lög sem Alþingi setti um bónusgreiðslur fyrirtækja. Væri stjórnendum fyrirtækisins umhugað um samfélagslega ábyrgð myndu þeir engu að síður halda sig við þann rúma ramma sem þar er markaður. Kjósi þeir að gera það ekki ætti Alþingi að bregðast við,“ segir Elín.
Tengdar fréttir Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43 Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf. 26. ágúst 2016 14:43
Bónusgreiðslur Kaupþings jafnháar launum allra starfsmanna Barnaspítala Hringsins Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og prófessor í barnalækningum gagnrýnir bónusgreiðslur til nokkurra lykilstarfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings en ýmsir stjórnmálamenn hafa í vikunni gagnrýnt greiðslurnar eftir að DV greindi frá þeim á þriðjudag. 26. ágúst 2016 19:12