Maður kaupir ef maður fílar Gunnar Á. Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar