Tesla tapaði 36 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 08:55 Tesla Model S bílar tilbúnir til afhendingar. Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent
Rafbílaframleiðandinn Tesla frá Kaliforníu heldur áfram að tapa peningum og með meiri hraða en áður. Tap á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi nam 35,8 milljörðum króna og jókst tapið um 60% frá sama tímabili í fyrra. Tesla afhenti 14.402 nýja bíla á þessum öðrum ársfjórðungi, 9.764 Model S og 4.638 Model X og jókst velta Tesla um 33% á ársfjórðungnum. Fjöldi afhentra bíla var mun minni en áætlanir sögðu til um og helmingur framleiðslunnar fór fram á einungis síðustu fjóru vikum ársfjórðungsins. Tesla segir þó að framleiðslan sé komin nú í um 2.000 til 2.200 bíla á viku og því ætti að vera hægt að framleiða 25.000 til 28.600 bíla á hverjum ársfjórðungi og allt 114.000 bíla á ári. Reyndar á framleiðslan að geta farið Í 2.400 bíla á viku á fjórða ársfjórðungi. Tapið núna markar þrettánda ársfjórðungstap Tesla í röð og hafa bréf í Tesla fallið um 1,41 dollar í kjölfar fréttanna nú, en standa engu að síður í 225,79 dollurum og lækkunin því lítil hlutfallslega.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent