Sextíu prósent kvótans seld burt úr Þorlákshöfn á einu ári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Fyrirvarar sem sveitarfélög hafa í lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda, segir bæjarstjórn Ölfuss. Vísir/Rósa „Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
„Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg, og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum,“ segir bæjarstjórn Ölfuss vegna brotthvarfs 60 prósenta af aflaheimildum í Þorlákshöfn á innan við ári. „Á innan við ári hafa rúmlega 3.500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60 prósent skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári,“ bókar sveitarstjórnin sem kveðst harma þessa þróun. Vísað er til þess að HB Grandi hafi í lok júlí keypt aflaheimildir sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Veri og ætli að nýta þær til vinnslu á Vopnafirði. Þessar aflaheimildir séu um 28 prósent skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Um 32 prósent aflaheimildanna hafi verið seld haustið 2015 þegar Skinney Þinganes í Hornafirði keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. „Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Veri og nú hverfa úr sveitarfélaginu,“ bendir bæjarstjórnin á. Þá segir bæjarstjórnin mjög miður að hafa fyrst frétt af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í fjölmiðlum. Reglulega komi í ljós að fyrirvarar sem sveitarfélög hafi samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð séu aðeins til málamynda. Það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. „Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags,“ segir bæjarstjórnin sem kveður stjórnvöld þurfa að verja sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. „Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti,“ undirstrikar bæjarstjórn Ölfuss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira