Viðskipti erlent

Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að hann myndi íhuga að draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), verði hann kjörinn forseti.

Trump lét orðin falla í þætti NBC, „Meet the Press“ í morgun. Útspilið er það nýjasta í röð skilaboða þar sem Trump hótar að draga Bandaríkin úr alþjóðastofnunum og samstarfi, verði hann kjörinn forseti.

Í frétt Huffington Post segir að óvild Trump í garð viðskiptasamninga stofnunarinnar sé vel þekkt. Segir hann stofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í landinu og segir hana vera „stórslys“.

Trump hefur áður sagt að hann myndi vilja koma á 15 til 35 prósenta skatti á vörur bandarískra fyrirtækja sem flytja framleiðslustörf sín erlendis.

Þegar spyrillinn Chuck Todd sagði að WTO myndi nú ekki samþykkja slíka skatta brást við Trump við með því að segja að þá yrðu Bandaríkin að endursemja eða einfaldlega segja upp aðild sinni að stofnuninni. „Þessir viðskiptasamningar eru stórslys, Chuck. Alþjóðaviðskiptastofnunin er stórslys,“ sagði Trump.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.