Ford Focus RS vs. VW Golf R Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 12:48 Það ætti nánast að vera formsatriði fyrir 350 hestafla Ford Focus RS að slátra VW Golf R með sín 300 hestöfl. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir en Ford Focus RS er 50 kílóum þyngri bíll. Segja má að þessir bílar séu kóngarnir er kemur að fjöldaframleiddum “Hot-hatch” bílum. Hér má sjá þá etja saman hestöflum sínum á braut og þar kemur ekki á óvart að Ford Focus RS sé fyrr úr sporunum og hafi Golfinn í kvartmílu, en þó munar ekki miklu á bílunum en tímar þeirra eru 13,5 sekúndur á móti 13,7 og sami munur er á bílunum á hálfri mílu, eða 21,3 á móti 21,5 sekúndur. Það er þó eftir það sem ljós VW Golf R fer á skína, en hann er fljótari uppí 210 km hraða, eða 23,0 sekúndur á mótir 23,6 sekúndum. Þar sem Ford Focus RS er aðeins 4,7 sekúndur í 100 km hraða á meðan þ.að tekur Golf R 5,2 þá nær Focus RS strax forystu en Golf R fer svo að draga á Focus RS þegar hraðinn eykst. Mismundi kostir bílanna og því val hvers og eins hvort vegur þyngra. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þýski bíllinn standi sig betur þegar komið er á alvöru hraðbrautarhraða. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent
Það ætti nánast að vera formsatriði fyrir 350 hestafla Ford Focus RS að slátra VW Golf R með sín 300 hestöfl. Báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir en Ford Focus RS er 50 kílóum þyngri bíll. Segja má að þessir bílar séu kóngarnir er kemur að fjöldaframleiddum “Hot-hatch” bílum. Hér má sjá þá etja saman hestöflum sínum á braut og þar kemur ekki á óvart að Ford Focus RS sé fyrr úr sporunum og hafi Golfinn í kvartmílu, en þó munar ekki miklu á bílunum en tímar þeirra eru 13,5 sekúndur á móti 13,7 og sami munur er á bílunum á hálfri mílu, eða 21,3 á móti 21,5 sekúndur. Það er þó eftir það sem ljós VW Golf R fer á skína, en hann er fljótari uppí 210 km hraða, eða 23,0 sekúndur á mótir 23,6 sekúndum. Þar sem Ford Focus RS er aðeins 4,7 sekúndur í 100 km hraða á meðan þ.að tekur Golf R 5,2 þá nær Focus RS strax forystu en Golf R fer svo að draga á Focus RS þegar hraðinn eykst. Mismundi kostir bílanna og því val hvers og eins hvort vegur þyngra. Það kemur ef til vill ekki á óvart að þýski bíllinn standi sig betur þegar komið er á alvöru hraðbrautarhraða.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent