Ekki von á niðurskurði í Reykjanesbæ: „Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 14:45 Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“ Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“
Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32
Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15