Ekki von á niðurskurði í Reykjanesbæ: „Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 10. júlí 2016 14:45 Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“ Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari fresti til að taka afstöðu til tillögu um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Forseti bæjarstjórnar segir að ekki sé von á niðurskurði í sveitarfélaginu enda hafi meirihlutinn ekki verið kosinn til þess að skera niður þjónustu við íbúa. Reykjanesbær hefur um langt skeið verið í viðræðum við kröfuhafa sína um mögulega niðurfærslu skulda en sveitarfélagið skuldar kröfuhöfum rúma 40 milljarða króna. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga veitti bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn en bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskaði í síðasta mánuði eftir frest þar sem viðræður við kröfuhafa stæðu enn yfir. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að ekki sé von á niðurstöðu í þeim viðræðum í dag. Sveitarfélagið hafi aftur óskað eftir lengri fresti, eða fram í september. „Það hafa komið fram ýmis atriði í þessum viðræðum sem vert er að skoða betur. Við höfum þess vegna óskað eftir lengri fresti og við vonumst eftir að fá hann,“ segir Guðbrandur.Fyrst þið farið fram á lengri frest má þá gera ráð fyrir að þessar viðræður gangi ágætlega?„Við getum sagt að það hafi gefið okkur von núna að það sé möguleiki á að landa þessu án aðkomu fjárhagsstjórnar. Við viljum láta reyna á það til enda,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur segir sveitarfélagið nú vinna að svokallaðri aðlögunarskýrslu til eftirlitsnefndarinnar. Einnig sé unnið að fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir næsta ár, ekki sé gert ráð fyrir niðurskurði á þjónustu. „Við gerum ekki ráð fyrir því. Við erum ekki hér til þess að skera niður þjónustu við íbúana. Við vorum kosin til þess að gera eitthvað allt annað. Við erum að vinna samkvæmt því og þetta byggir á að við náum samkomulagi um einhversskonar niðurfærslu. Við ætlum að halda áfram að vinna á þeim nótum.“
Tengdar fréttir Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32 Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Formaður eftirlitsnefndarinnar segir fátt mæla gegn því að Reykjanesbær fái frest Bæjarstjórnin segir enn von um að bærinn nái sjálfur samningum við kröfuhafa. 8. júní 2016 14:32
Reykjanesbær óskar eftir fresti til að semja við kröfuhafa Í upphafi maímánaðar var tilkynnt um að samningar við kröfuhafa væru ekki í sjónmáli og greiðslufall blasti við bænum að óbreyttu. 7. júní 2016 22:56
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15