Erlent

Greiddi hárgreiðslumanni tíu þúsund evrur á mánuði

Samúel Karl Ólason skrifar
Francois Hollande, forseti Frakklands.
Francois Hollande, forseti Frakklands. Vísir/EPA
Francois Hollande, forseti Frakklands, er sagður hafa greitt hárgreiðslumanni sínum tæpar tíu þúsund evrur á mánuði. Þessi er haldið fram í fjölmiðlum í Frakklandi en Frakkar hafa farið hamförum á samfélagsmiðlum við að birta myndir af forsetanum með alls konar hárgreiðslur.

Kassamerkið #CoiffeurGate hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi eftir að fregnir af málinu voru birtar. Málið þykir skondið þar sem Hollande er með há kollvik og mjög þunnt hár. Hins vegar hefur eyðslan vakið verulega reiði einnig.

Nánar tiltekið fékk hárgreiðslumaðurinn 9.895 evrur eða um 1,3 milljónir króna á mánuði.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni var samningur hárgreiðslumannsins, sem var nefndur Olivier B., birtur í vikublaðinu Canard Enchaine. Þar kemur fram að Olivier er bundinn algerum trúnaði um störf sín fyrir Hollande og varðandi þær upplýsingar sem hann heyrir við störf sín.

Auk þess fær hann dagpeninga og fleiri réttindi samkvæmt samningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×